1.8.2007 | 06:30
Á Spáni er gott að djamma og djúsa...

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 05:06
Hver er að byggja?
Hafiði tekið eftir öllum íbúðunum og stóru húsunum sem er verið að byggja um allar trissur?
Hæsta hús Íslands rís nú óðfluga við Smáralindina og stærsta hús Íslands mv. fermetra rís austan við Grafarvogshverfið. Það eru óteljandi einbýlishús í byggingu rétt norðan við Krísuvík, á völlunum í Hafnarfirði og Kópavogur sennilega fimmfaldast á hverju ári. Mosfellsbæjarfólk og Garðabæjarfólk virðist vera aðeins rólegra en engar mjög áberandi byggingarframkvæmdir er að sjá í sjálfri höfuðborginni Reykjavík sennilega sést þó bara svona lítið upp í Úlfarfellshverfið frá þjóðveginum. Það má víst ekki skilja Álftanesið eftir eða Seltjarnarnesið en því miður hafa engar upplýsingar borist undirrituðum frá þeim svæðum
En hver ætlar að flytja inn í öll þessi hús?
Á að smala afganginum af landsbyggðinni hingað suður?
Eru nokkuð svo margir eldri en 25 ára sem búa í foreldrahúsum?
Eða á að flytja inn miklu fleiri útlendinga... ég fór í heimsókn til kunningja míns í 110 og svei mér þá ef það voru ekki 90% útlensk nöfn á dyrabjöllum og póstkössum. Hann sagði mér að út í Bónus heyrði hann öll heimsins tungumál þó einhversskonar Rússneska, Tælenska og Króatíska eða eitthvað þessháttar væri mest áberandi.
Kannski var kvótaskerðingin trikk til að fá afganginn af landsbyggðarfólkinu hingað suður. Kannski verða síðan t.d. smábátaveiðar gefnar frjálsar þegar búið er að selja allar óbyggðar blokkir... það er nú verið að selja óveiddan fisk þannig að maður veit aldrei.... segi bara svona
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 02:43
Hversu mörg prósent landsmanna eiga kvóta?
Meirihluti Íslendinga óánægður með núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi
Fram kemur í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups að mikill meirihluti þjóðarinnar sé óánægður með núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi líkt og mælst hafi í fyrri könnunum Gallup. Einungis 15% þjóðarinnar eru ánægð með kerfið í núverandi mynd og 72% eru óánægð.
Þeim sem eru ánægðir með kvótakerfið fækkar um þrjár prósentur frá árinu 2004. Óánægðum hefur fjölgað um átta prósentur frá síðustu mælingu og eru nú 72%. Um 13% eru hvorki ánægð né óánægð með kvótakerfið í sjávarútvegi.
Sem fyrr eru karlar mun ánægðari með kvótakerfið en konur, en 21% þeirra segjast ánægðir á móti 9% kvenna.
Þeir sem kjósa Sjálfstæðisflokk eru mun ánægðari með kerfið en fylgismenn annarra flokka, eða um 23%. Mun færri úr röðum stuðningsmanna hins ríkisstjórnarflokksins, Samfylkingarinnar, segjast vera ánægðir eða aðeins um 11%.
Um 18% stuðningsmanna Framsóknarflokksins segjast ánægðir með kerfið sem er umtalsverð fækkun frá könnuninni 2004. Einungis um 12% fylgismanna Frjálslyndra eru ánægðir með kvótakerfið, en minnst er ánægjan hjá kjósendum Vinstri grænna eða 10%.
Ekki var marktækur munur á viðhorfi til kvótakerfisins eftir búsetu eða menntun, en þeir sem eru yngri eru almennt ánægðari með kvótakerfið en hinir eldri, segir í Þjóðarpúlsi Gallups.
-----------------------------------------------------------------------------------
Mér finnst það hafa verið skref í rétta átt að minnka kvótann svona mikið þrátt fyrir að sjórinn virðist vera fyllri af fiski en undanfarin 25 ár skv. samtölum við sjómenn.
Vilji Haarde og hans félagar virkileg stig frá þjóðinni ætti að auka kvótann næsta ár með aflaheimildum á smábáta, hvort sem það yrði í formi róðrardaga eða tonnheimildum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 00:01
Gullkorn
Arnar Máni tveggja og hálfs árs er stundum að spjalla um heima og geima:
Sómi fór í búðina að kaupa eplasafa! Nei, sagði mamma hans, Sómi er hundur og á ekki peninga. Neeeiii...sagði Arnar,..Sómi er með kort !..
Arnar á lítinn 5 mánaða frænda sem heitir Viðar Darri. Hann fór í pössun heim til hans hluta úr degi og var síðan spurður að því hvor hann hefði eitthvað leikið sér við Viðar Darra... "Nei," sagði Arnar án þess að hika," hann getur ekki labbað, hann er með engar tennur og engar lappir!!"
Arnar hefur mikinn áhuga á jólasveinunum og á til skemmtilega jólasveinabók sem hann skoðar nánast daglega. Það var verið að skoða hana með honum og eitthvað var minnst á Grýlu og Leppalúða. Hann benti á myndirnar af þeim og sagði nöfnin á þeim og benti síðan á mynd af jólakettinum og sagði "...og þetta er hann kattalúði..."
Viðbót 1.8.´07
Sagt við morgunverðarborðið með súrmjólk í skál "Má ég fá sykurpúða" svo var bent á púðursykurinn ...smá ruglingur...kemur fyrir besta fólk...
Þegar Afi og Amma skiluðu litla pottorminum úr pössun sagði einhver. Var ekki gaman að fara í afabíl? "Jú, "sagði sá stutti og bætti við án þess að hika " hann á líka jólasveinabíl ". Það er sem sagt komin alveg ný sýn á gamla rauða Volvoinn hans afa...
Arnar var í pössun hjá afa og ömmu og slapp buxnalaus á hlaup um húsið eftir vel heppnaða klósettferð. Eftir smá stund segir amma við hann: " Núna verður þú að koma í buxurnar, við erum að fara út! Sá stutti lítur undrandi á ömmu sína og segir. "Er farið að rigna? ..."
Nú er Arnar orðinn 3 ára og ég fæ að vita reglulega að ég sé "besti pabbinn í besta heiminum". Ekkert smá flottur titill
Bloggar | Breytt 21.9.2007 kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar