1.8.2007 | 02:43
Hversu mörg prósent landsmanna eiga kvóta?
Meirihluti Íslendinga óánægður með núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi
Fram kemur í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups að mikill meirihluti þjóðarinnar sé óánægður með núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi líkt og mælst hafi í fyrri könnunum Gallup. Einungis 15% þjóðarinnar eru ánægð með kerfið í núverandi mynd og 72% eru óánægð.
Þeim sem eru ánægðir með kvótakerfið fækkar um þrjár prósentur frá árinu 2004. Óánægðum hefur fjölgað um átta prósentur frá síðustu mælingu og eru nú 72%. Um 13% eru hvorki ánægð né óánægð með kvótakerfið í sjávarútvegi.
Sem fyrr eru karlar mun ánægðari með kvótakerfið en konur, en 21% þeirra segjast ánægðir á móti 9% kvenna.
Þeir sem kjósa Sjálfstæðisflokk eru mun ánægðari með kerfið en fylgismenn annarra flokka, eða um 23%. Mun færri úr röðum stuðningsmanna hins ríkisstjórnarflokksins, Samfylkingarinnar, segjast vera ánægðir eða aðeins um 11%.
Um 18% stuðningsmanna Framsóknarflokksins segjast ánægðir með kerfið sem er umtalsverð fækkun frá könnuninni 2004. Einungis um 12% fylgismanna Frjálslyndra eru ánægðir með kvótakerfið, en minnst er ánægjan hjá kjósendum Vinstri grænna eða 10%.
Ekki var marktækur munur á viðhorfi til kvótakerfisins eftir búsetu eða menntun, en þeir sem eru yngri eru almennt ánægðari með kvótakerfið en hinir eldri, segir í Þjóðarpúlsi Gallups.
-----------------------------------------------------------------------------------
Mér finnst það hafa verið skref í rétta átt að minnka kvótann svona mikið þrátt fyrir að sjórinn virðist vera fyllri af fiski en undanfarin 25 ár skv. samtölum við sjómenn.
Vilji Haarde og hans félagar virkileg stig frá þjóðinni ætti að auka kvótann næsta ár með aflaheimildum á smábáta, hvort sem það yrði í formi róðrardaga eða tonnheimildum.
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.