Hver er að byggja?

Hafiði tekið eftir öllum íbúðunum og stóru húsunum sem er verið að byggja um allar trissur?

Hæsta hús Íslands rís nú óðfluga við Smáralindina og stærsta hús Íslands mv. fermetra rís austan við Grafarvogshverfið. Það eru óteljandi einbýlishús í byggingu rétt norðan við Krísuvík, á völlunum í Hafnarfirði og Kópavogur sennilega fimmfaldast á hverju ári. Mosfellsbæjarfólk og Garðabæjarfólk virðist vera aðeins rólegra en engar mjög áberandi byggingarframkvæmdir er að sjá í sjálfri höfuðborginni Reykjavík sennilega sést þó bara svona lítið upp í Úlfarfellshverfið frá þjóðveginum. Það má víst ekki skilja Álftanesið eftir eða Seltjarnarnesið en því miður hafa engar upplýsingar borist undirrituðum frá þeim svæðumCool

En hver ætlar að flytja inn í öll þessi hús?

Á að smala afganginum af landsbyggðinni hingað suður?

Eru nokkuð svo margir eldri en 25 ára sem búa í foreldrahúsum?

Eða á að flytja inn miklu fleiri útlendinga... ég fór í heimsókn til kunningja míns í 110 og svei mér þá ef það voru ekki 90% útlensk nöfn á dyrabjöllum og póstkössum. Hann sagði mér að út í Bónus heyrði hann öll heimsins tungumál þó einhversskonar Rússneska, Tælenska og Króatíska eða eitthvað þessháttar væri mest áberandi.

Kannski var kvótaskerðingin trikk til að fá afganginn af landsbyggðarfólkinu hingað suður. Kannski verða síðan t.d. smábátaveiðar gefnar frjálsar þegar búið er að selja allar óbyggðar blokkir... það er nú verið að selja óveiddan fisk þannig að maður veit aldrei.... segi bara svonaWhistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 843

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

30 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband