21.9.2007 | 22:25
Miðbærinn
Nú er komin enn ein helgin. Hver ætlar niðrí miðbæ að djamma? Ekki ég. Ég nenni ekki að standa í rugli í klukkutíma til að komast heim til mín. Hverjum datt í hug að miðbærinn skyldi vera á einhverjum útkjálka sem enginn nennir að heimsækja sökum bílastæðaskorts og lélegra almenningssamganga. Þá mæli ég frekar með einkamál.is. Og ég mæli líka með því að 101 Reykjavík verði skilgreint sem út(kjálka)hverfi nr. 001. Það hefði strax marga kosti í för með sér. Veitingahúsaeigendur þyrftu ekki að óttast að þurfa að flytja staði sína í úthverfin til að meiga hafa opið almennilega lengi. Þeir einfaldlega flytja úthverfið til sín. En þá er komið nýtt vandamál, Þá þarf að finna nýjan stað fyrir miðbæ. Ég persónulega myndi horfa svolítið fram í tímann og skoða þróun byggðar. Hver hefur ekki tekið eftir húsunum hans Árna Sigfússonar sem þjóta upp meðfram Reykjanesbrautinni og ná nánast í Vogana. Þetta verður komið austur fyrir fjall áður en maður nær að blikka augunum. Þegar allt hefur verið tekið með í reikninginn sýnist mér svæðið rétt vestan við Álverið í Straumsvík vera nákvæmlega í miðju byggðarinnar á SV horninu. Hver segir að það þurfi að vera mikið af húsum í miðbænum? Og niðurlagt álverið gæti verið lausn vandans með Kolaportið. Þar er mjög góð höfn og í stað súrálsdallanna væri hægt að láta skemmtiferðaskipin leggjast þar að bryggju í stað þess að leggjast að bryggju í úthverfi nr. 001. Miklu styttra í Bláa lónið og ósnortna náttúru Reykjanesskagans sem hlýtur að teljast meira spennandi en sundurgrafið úthverfi nr. 001. Spalarmenn gætu síðan lagt kappaksturs-/hraðbraut/ -göng í allar áttir og t.d. meðfram Reykjanesbrautinni fyrir þá sem vilja keyra hratt eða eru að flýta sér. Veggjaldið gæti verið t.d. helmingur af algengri hraðasekt auk þess sem hægt væri að semja við Formúlu eitt gaurana. Hvað gæti verið meira spennandi en Formúla eitt kappakstur með mögulega rigningu, ísingu, sólskin, snjókomu, logn eða fárveður, allt í sama hringnum. Þetta yrði langskemmtilegasta keppni ársins. Við þessar breytingar yrði ekki lengur þörf á flugvellinum sem er þarna í 001, ekki er flugvöllur í 105 Reykjavík eða 110. Ekki heldur í Breiðholtinu. Þar væru komnar fullt af lóðum til að byggja á auðar íbúðir svo ekki þurfi að senda Pólverjaskarann heim. Það er ekki heldur þörf á einhverju samtjösluðu rándýru hátæknisjúkrahúsi í þessu 001 úthverfi. Þess í stað yrði fyrirhugað nýtt sjúkrahús reist nálægt alþjóðaflugvellinum og hinu gamla breytt í heilsugæslustöð...
...EITTHVAÐ FLEIRA SEM ÞARF AÐ LEYSA?
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ertu til í að taka að þér að leysa mál umrenninganna í borginni. Þeirra sem hvergi eiga heima og virðast ekki getað fótað sig í lífinu?
Anna Viðarsdóttir, 22.9.2007 kl. 19:18
Ég skal leggja höfuðið í bleyti.
Björgvin Kristinsson, 22.9.2007 kl. 21:39
Hæ Anna. Ég held að ég geti tæplega leyst málið sem þú nefndir en þessi athugasemd frá þér varð þó kveykjan að næstu færslu sem ber einmitt titilinn "umrenningar".
Björgvin Kristinsson, 25.9.2007 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.