Umrenningar

Hver hefur ekki tekið eftir öllum þessum nýtísku umrenningum sem renna um göturnar á misjafnlega dýrum sjálfrennireiðum. Fjöldi umrenninga er orðinn svo sláandi að þörf er á milljarða endurbótum á annars ágætu gatnakerfi SV horns landsins. Meðal vísitölu umrenningurinn lítur niður á núverandi almenningssamgöngukerfi svæðisins og gæti aldrei fótað sig ef ekki nyti við rándýr möguleiki lánastofnana á ýmist bíla- eða yfirdráttarlánum. Meðal nýtísku umrenningur er í mikilli hættu að breytast í gamaldags umrenning, þessa sem ráfa fótgangandi um götur og torg. Undirritaður mælir því með frestun framkvæmda. Ekki þarf annað að gerast en lánastofnanir neiti að endurnýja yfirdráttarheimildir eða hafni umsókn um nýtt lán. Undanfarin ár hafa margir sloppið fyrir horn með að breytast í gamaldags umrenninga sökum síhækkandi fasteignaverðs sem stafaði fyrst og fremst vegna innrásar bankanna á fasteignalánamarkaðinn með tilheyrandi þreföldun fasteignaverðs. Ávalt var möguleiki á því að skipta um íbúðir og setja þá sífelt hærri lán á nýju eignina til að standa undir gömlu afborgununum. Nú er sennilega toppnum náð og varla hægt að fá hærri lán þó skipt sé um eign. Í mörgum tilfellum er eina vonin sú að einhverjir fleiri geri innrás á fasteignalánamarkaðinn með tilheyrandi hækkun fasteignaverðs en við skulum vona að það verði ekki innrás frá Mars eða einhverju öðru stjörnukerfi...

...eitthvað fleira sem þarf að koma yfir á hreina Íslensku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

ef allt hrinur þá er bara að "umrenna" sér til Danmerkur í rólegheitin....

Gulli litli, 25.9.2007 kl. 17:40

2 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Það hrynur náttúrulega aldrei allt en kannski þarf að endurskoða ýmislegt hér og þar.

Björgvin Kristinsson, 25.9.2007 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

30 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband