9.10.2007 | 16:33
Lýst er eftir forsendu verðhækkana. Hún sást síðast....
Hver man ekki eftir því þegar húsnæðisverðið tvö til þrefaldaðist á nokkrum mánuðum í kjölfar 4.2% vaxta íbúðalána viðskiptabankanna ásamt allt að 100% lánshlutfalli miðað við kaupverð. Núna eru algengir vextir frá 5.75% - 6.70% skv. lauslegri könnun á vefsíðum bankanna og lánshlutfallið í mesta lagi 90% og þá hugsanlega miðað við brunabótamat. Í fjölmiðlum var sagt á sínum tíma að þessi verðhækkun skipti í sjálfu sér engu máli. Þeir sem skiptu um íbúð bæði seldu dýrt og keyptu dýrt. Núna er búið að hækka þessa vexti um allt að 50% og þessi forsenda fyrir tvö til þreföldum fasteignaverðs brostin. Mæli ég því með að t.d. hinn fyrsta desember næstkomandi verði allt húsnæði lækkað í verði um að minnsta kosti helming. Þetta skiptir varla neinu máli eins og þegar íbúðirnar hækkuðu því fólk einfaldlega selur ódýrt og kaupir ódýrt....
Sennilega er ég að tala fyrir daufum eyrum núna, nema kannski hjá þeim sem vantar að kaupa íbúð en hafa ekki aðra til að selja t.d. námsmenn sem eru að koma úr stúdentaíbúðum eða koma aftur heim frá útlöndum eða hjá fólki sem hefur verið að skilja.
Eins gæti einhver bent á háan byggingarkostnað en mín litla reynsla af byggingarverktökum er sú að þeir borga hvort eð er ekkert og ekki nema í fulla hnefana alla vegana þessi sem ég er að reyna að fá borguð launin hjá með miklum lögfræðingakostnaði þannig að byggingaverktakar hafa enga samúð hjá mér...enda kannski hvort eð er búið að byggja nóg fyrir næstu árin.
Forsendur þessara miklu verðhækkana á íbúðarhúsnæði eru brostnar. Sýnum nú einu sinni samstöðu og verðlækkum allar eignir um að minnsta kosti helming þann 1. desember næstkomandi.
Er einhver með betri uppástungu?
Undirritaður er ekki hagfræðingur og langar ekki að vera það en blöskrar aftur á móti hringlandahátturinn í þessu þjóðfélagi.
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sting upp á því að við hættum að kaupa og selja í einhvern tíma. Mér finnst t.d. alveg fáránlegt að ég keypti í búð haustið 2004 á 16,5millur og fannst nóg um. Var að selja hana aftur núna haustið 2007 á heilar 24,7millur!!! Þetta er auðvitað bilun. En ef að við tökum þessu núna rólega og erum ekki að þessu flandri í að kaupa og selja, þá held ég að markaðurinn breytist. Þetta er svolítið spurning um eftirspurnina. Er það ekki?
Anna Viðarsdóttir, 10.10.2007 kl. 14:23
Jú kæra frænka, sjálfsagt er þetta einn flöturinn. Auðvitað má húsnæði ekki lækka mikið bara t.d. vegna tillitssemi við nýbakaða kaupendur en það er greinilegt að eitthvað þurfa sumir að endurskoða launakröfurnar sínar á næstunni. Það verður fróðlegt að sjá hvernig næstu kjarasamningar líta út. Það er ekki víst að allir sætti sig við 2,4% eitthvað...
Björgvin Kristinsson, 11.10.2007 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.