Stubbaspeki.

Að gefnu tilefni datt mér í hug að athuga reikningshæfileika míni-my sem er rétt rúmlega 3 ára og bráðskýr. Ég spurði hann að gamni mínu hvort hann vissi hvað 1+1 væri en hann hafði aldrei heyrt minnst á samlagningu áður og sagðist ekki vita það. þá umorðaði ég dæmið og spurði hvað hann ætti mörg súkkulaðistykki ef hann fengi eitt hjá mömmu og eitt hjá pabba en hann vissi það ekki. Ég ákvað að gera úrslitatilraunina og sökum gífurlegs áhuga hans á bílum ákvað ég að spyrja hann hvað hann ætti marga bíla ef hann fengi einn bíl í afmælisgjöf og einn bíl í jólagjöf. Svarið kom alveg án umhugsunar. "Þá á ég súkkulaðibíl" svaraði sá stutti mjög ánægður með sjálfan sig. Ekki alveg komið að samlagningunni greinilega:) 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 841

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

31 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband