20.11.2007 | 18:51
Skellisníkir...
Mínímy fagnaði gífurlega þegar hann sá að ég var kominn. Sá stutti sótti strax jólasveinabókina sína og pantaði lestur. Þegar ég ætlaði að byrja lesturinn kom í ljós að ég átti ekkert að lesa. Hann ætlaði að gera það sjálfur. Fremst eru myndir af jólasveinunum, Grýlu, Leppalúða og jólakettinum og nöfnin þeirra undir. Hann benti á þær og sagði mér nöfnin. Þetta er Grýla, þetta er Leppalúði, þetta er jólakötturinn, þetta er Kertasníkir, hérna er Skyrgámur, svo benti hann á Hurðaskelli og sagði "þetta er hann Skellisníkir og Þetta er litli jólaveinastrákurinn" og benti á Stúf. Hann mundi ekkert hvað þvörusleikir hét eða Stekkjastaur en sagði að Gluggagæjir héti Gluggagámur og Ketkrókur héti Krókasníkir. Hann fær 9,5 í einkunn hjá mér fyrir þennan óvænta "lestur."
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 838
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér fannst nú Kattalúði lang best! hahaha....
Anna Viðarsdóttir, 27.11.2007 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.