Vísindaskáldsagan. Kafli 3. Gargið mikla.

Dularfulli frumuklasinn hrökk í kút. Hann skannaði eiganda gargsins með leifturhraða og googlaði í gegn um hottspottið. Hann fékk ógnvænlegar upplýsingar eftir örskot: " Skúmur er stæðilegur fugl og kröftugur, hann er náskyldur kjóa en svipar þó að mörgu leyti frekar til stórra máfa. Skúmur dregur nafn sitt sennilega af dökkum fjaðrahamnum Þessi stóri, dökki og sterki fugl er æði ógnvekjandi þegar hann gerir flugárásir á óboðna gesti í grennd við hreiður sitt, en fáir fuglar verja varplönd sín af jafnmiklu harðfylgi og skúmurinn. Eftir slíkar viðureignir hafa margir átt um sárt að binda. Skúmurinn verpir í dreifðum byggðum á sjávarsöndum og grónum eyrum jökuláa. Vörp finnast í öllum landshlutum nema á Vesturlandi og Vestfjörðum. Flest paranna, sem eru 5000-6000 hér á landi, verpa á söndunum í Öræfum. Varp hefst seinni hlutann í maí og eru eggin oftast tvö. Þegar sumri hallar hverfa skúmarnir til hafs og sjást síðan lítið hér við land fyrr en í marsmánuði. Skúmur er úrræðagóð veiðikló sem nýtir sér fjölbreytta fæðu, stundum má t.d. sjá þá veiða fullhrausta fýla eða lunda, þó uppistaðan í fæðu skúma sé vafalítið sjávarfang af ýmsu tagi. Hér á landi er hann nú alfriðaður. " Besvítans helv... er alfriðað. "Hvað ertu að spá félagi..." loggaði frumuklasinn yfir í skúminn. " ...þú átt að vera farinn til hafs." Hugsanaský myndaðist nú yfir höfði skúmsins og frumuklasinn horfði á sér til skelfingar þegar stórt" ÉG ER SVANGUR" myndaðist..... ....ammmm heyrðist þegar skúmurinn kyngdi nýfundnu lostætinu. "Dj...er dimmt hérna!" hrópaði frumuklasinn í angist sinni! Hann skipti yfir í innrautt. "RAUÐHETTA OG AMMA!!!! hvað eruð þið að gera hér???" Fylgist með.... ... hvað eru Rauðhetta og Amma hennar að plotta. Er kannski úlfurinn þarna líka???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Ég veðja á að þetta sé refurinn í Rauðhetta og úlfurinn. En kæri frændi hvaðan í ösköpunum færðu þessar hugmyndir og orðaforða? Þú ættir að slást í lið með þeim á Baggalút. Hahahaha!

Anna Viðarsdóttir, 1.12.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Sko. Þegar maður er að lesa allskonar sögur og æfintyri fyrir litla pottorma, sem koma svo jafnvel ovænt með sina tulkun, keyrir siðan 100-200 manns i misjöfnu astandi alls 1000-1500 km a viku og les svo nyjustu frettirnar strax a eftir leggur sig svo i 4-6 tima. þa bara sprettur þetta fram nanast af sjalfu ser. Viltu kaupa bok nr. 1

( PS. það eru bilaðar kommurnar a þessu tölvugargani herna a stöðinni)

Björgvin Kristinsson, 2.12.2007 kl. 20:06

3 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Þetta er sem sagt náttúrulegt dóp sem þú ert á? Adrenalínið alveg á fullu, hehehe! Ég held að ég spái í það þegar að þú verður búinn að gefa út orðskýringar eða einhvers konar lyklabók. Ég hef svo takmarkaðnn orðaforða. Er ekki nógu þroskuð fyrir svona lesningu. Er núna að lesa roslega spennusögu. Er búin að lesa fyrsta kaflann. Þetta er einhverskonar leynlögreglusaga. Aðalpersónan er hæna og hún fann fræ. Ég get ekki beðið eftir að komast heim og lesa næsta kafla.

Anna Viðarsdóttir, 3.12.2007 kl. 10:55

4 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Þú bara googlar orðin sem þú skilur ekki. Þú mátt ekki dissa mig og beila út af einhverjum smáatriðum:-)

Björgvin Kristinsson, 3.12.2007 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband