3.12.2007 | 20:01
Arnar sjarmör.
Arnar eignaðist nýja vinkonu í gær. Hann gisti hjá ömmu Huldu og allt í einu kom einhver önnur Hulda í heimsókn. Arnar sýndi henni öll helstu atriðin úr bílamyndinni Cars með bílunum sem pabbi hans gaf honum i afmælisgjöf. Ég hafði ekki grun um að barnið væri búið að læra myndina utan að eða að 3 ára barn færi reiprennandi með heilu setningarnar og heilu atriðin úr svona myndum. Þegar hann fór i bað seinast tók hann að vísu atriðið úr Guffagríni þegar Guffi og Max sonur hans eru komnir ofan i stórfljót á bílnum hans Guffa og eru að rífast um ferðalagið sem Max vildi ekki fara í. Skildi ekkert i þvi þegar barnið sagði allt i einu i miklum ásökunartón "pabbi, þú ert að eyðileggja límið!". Ég var í miðju kafi við að raka mig og var með fullt af raksápu í andlitinu. Hann var með playmo-bíl og 2 kalla ofan í baðinu. "Ha, hvaða lím er ég að eyðileggja þetta er raksápa... er eitthvað lím á baðdótinu?" sagði ég alveg undrandi. " Ég er ekkert að tala við þig... þeir eru að tala saman." sagði Arnar og sýndi mér kallana 2. Ég fattaði löngu síðar að hann var að gera atriðið þar sem Max segir m.a. í ásökunartón við Guffa pabba sinn" Þú ert að eyðileggja líf mitt !".
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 838
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af tvennu illu er nú skárra að eyðaleggja límið en líf mitt!! Hahahaha! Hann er bara frábær og ekkert annað hann Arnar Máni
Anna Viðarsdóttir, 4.12.2007 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.