Umferðarárásir. Við eftirlifendur ættum að...

Árásir á saklaust fólk sem deyr, örkumlast eða slasast í kjölfarið er daglegt brauð í umferðinni okkar.

Í New York voru notaðar venjulegar flugvélar til að drepa, örkumla og slasa saklaust fólk í 9/11 árásunum.
Á Íslandi eru notaðir venjulegir bílar... daglega.

Í hverri viku bjóða tryggingafélögin upp 40-50 laskaða eða ónýta bíla eftir ósköpin fyrir utan þá bíla sem fara í viðgerð. Hægt er að sjá myndir á netinu. Sjá slóðir neðst.

Mörg þúsund manns eru á sjúkrahúsum í endurhæfingu á stofnunum eða heima hjá sér örkumlaðir fyrir lífstíð. Ekki er boðið upp á kerfisbundnar myndbirtingar af fórnalömbunum á netinu líkt og af bílflökunum en hægt að sjá eina svæsna á slóð neðst:


Árásirnar í New York voru skilgreindar sem hryðjuverk en árásirnar hér í umferðinni okkar eru skilgreind sem slys.
Kannski er stigsmunur á þessu en áhrifin á eftirlifandi og ættingja fórnarlambanna eru þau sömu.

Ég mæli með því að við eftirlifendur hættum að tala um slys þar sem ölvun, fíkniefni og of hraður akstur miðað við aðstæður koma við sögu örkumlunar og dauða í umferðinni.

Ég mæli með því að við eftirlifendur komi því á að þeir sem verða uppvísir að alvarlegum umerðarlagabrotum verði fyrirvaralaust fangelsaðir heima hjá sér í 1 viku í viðbót við sektargreiðslur og ökuleyfissviptingu. Fólk þarf þá að útskýra fjarveru sína frá vinnu og annarsstaðar í stað þess að laumast til að borga sektina og/eða keyra próflaust eins og ekkert hafi í skorist.

Ég mæli með því að við eftirlifendur tilkynnum lögreglu samstundis um allan athugaverðan akstur. Flestir eru með GSM síma og einfaldlega þarf að hringja í 112, segja þeim lauslega erindið eða biðja um umferðardeild lögreglunnar. Mjög gott er að vera með númer bifreiðarinnar sem tilkynnt er um og lit hennar og gott ef tegund er þekkt og sirka hvert henni er ekið. það er miklu meira um ölvunar-, lyfja-, fíkniefna-, og hraðakstur en tölur lögreglunnar segja til um.

Ég mæli með því að við eftirlifendur notum bílbeltin. Ég keyrði framhjá vettvangi slyss/árásar seinustu helgi þar sem alblóðugur farþegi hafði brotið framrúðuna með andlitinu. Stúlkan hafði ekki verið í bílbelti. Gæti trúað að mar og jafnvel rifbeinsbrot eftir bílbeltið sé mun þægilegri afleiðing.

Í mjög stuttu máli:

Steinunn Valdís ætti að lýsa eftir nýju nafni á umferðar- slys/-árásir.
Brotlegir verði settir tafarlaust í stofufangelsi.
Vegfarendur hringi strax í 112.
Nota bílbeltin.

Slóðir þar sem hægt er að sjá vikuskammt af löskuðum bílum sem tryggingafélögin vilja ekki setja í viðgerð:
http://www.tryggingamidstodin.is/tjon/utbod/#seldirbilar
http://utbod.vis.is/auction/LastAuctions.aspx
http://www.bilauppbod.is/

Afleiðing umferðarárásar/slyss:
http://www.gydabjork.blog.is/blog/gydabjork/entry/382954/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 838

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband