13.12.2007 | 16:14
Eitt á dag.
Þá eru tveir jólasveinar komnir til byggða. Ég útskýrði fyrir Arnari að börn sem eru þæg fá eitthvað fallegt í skóinn frá jólasveinunum en hin sem eru óþæg fá ónýta kartöflu. Við fundum góðan skó og settum hann í sameiningu út í gluggann hans. Þegar skórinn var kominn á sinn stað leit Arnar spurnar augum á pabba sinn og sagði: " En hvar fáum við ónýta kartöflu ?"
Arnar fékk svaka flottan Slökkviliðsbíl í skóinn. Hann er úr timbri og jólasveinarnir hafa örugglega smíðað hann sjálfir í jólasveinahellinum. Það var fullt af nammi í honum og Arnar sýndi mér eitt pínulítið súkkulaðistykki og tilkynnti að það mætti bara borða eitt á dag. Um leið og hann var búinn með súkkulaðistykkið tók hann það næsta, opnaði það og sagði strangur að það mætti bara borða eitt svona á dag. Svona kláraði hann þessi fimm pínulitlu súkkulaðistykki á stuttum tíma en það var alveg á hreinu að það mátti bara fá eitt á dag. Þar sem hann fann þetta upp hjá sjálfum sér var ég ekkert að skammast í honum en sennilega hefur eitthvað ruglast saman hjá honum reglan með jóladagatalið en þar má alveg örugglega bara fá eitt súkkulaðistykki á dag.
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alltaf að sjá það betur og betur að við erum bara mikið skyld!
Anna Viðarsdóttir, 13.12.2007 kl. 20:03
Arnar Máni pantaði að horfa á Pétur Pan í morgun og vildi endilega að ég settist hjá honum og horfa með honum. Þá sagði ég en hver á þá að taka til í húsinu okkar og gera fínt. Hann pabbi okkar getur gert það var svarið :)
Svo var hann að tjá sig um Kaftein krók úr Pétri Pan en hann notaði reyndarorðið Ketkrókur, smá ruglingur í gangi.
Og svo bað hann enn og aftur um sykurpúða út á súrmjólkina sína í morgun.
Þvílíkur krúttaradrengur :)
Gyða Björk Jónsdóttir, 15.12.2007 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.