Skemmtilegar skoðanir og raunverulegar ástæður 001.

Í vinnunni minni rabba ég við ótrúlegasta fólk um ótrúlegustu málefni og oft koma skondnar skoðanir fram í dagsljósið.

 Raunverulegar ástæður :

Kvótaskerðingin.

 Þorskkvótinn var ekki minnkaður vegna stærðar stofnsins.... neiii, Það er svo mikið af óseldum nýbyggingum í Reykjavík að nokkrir byggingaverktakar kipptu í réttu spottana til að fá afganginn af landsbyggðinni hingað suður.
 Auðvitað veit hver barnaskólakrakki að fiskurinn heldur sig í vissu hitastigi sem í tilfelli þorsksins er þar sem heitir hafstraumar mæta köldum hafstraumum. Hvað skeður svo þegar heiti hafstraumurinn eflist skyndilega og heitu og köldu hafstraumarnir mætast á nýjum stað???... Hafrannsóknarstofnum fær ekki bröndu í netin á gamla staðnum....Hljómar þetta mjög ósennilega?

 

Svo var einn að tala um vaxtaokrið og sá var nú ekki að skafa utan af því.

Raunverulegar ástæður:

Vaxtaokrið.

Raunveruleg ástæða fyrir háum stýrivöxtum Seðlabankans er ekki sú að slá þurfi á þensluna enda er ekki þensla og hefur ekki verið nema kannski á húsnæðismarkaði sem þurfti einfaldlega leiðréttingu....neiii fyrst að Baugsmálið tapaðist er einfaldlega verið að hefna sín á viðskiptavinum Baugs sem er auðvitað nánast öll þjóðin. Svo þegar viss ónefndur blýantsnagari verður loksins látinn taka pokann sinn fer hann í upprunalega starfið sitt sem er nefnilega innheimta vanskilaskulda.

Hljómar þetta mjög ósennilega? Já frekar ósvífið, en þetta finnst mér athyglisverður flötur enda eru nánast allir sérfræðingar ósammála vaxtastefnu Seðlabankans þannig að þá er bara um að gera að leggja saman 2 og 2

 Kíkið á www.baggalutur.is ef þið hafið gaman af svona öðruvísi hugmyndum.
 


  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

ÚT MEÐ DAVÍÐ! Út með hann í Seðlabankanum. Sendum hann í útlegð til Kúpu

Anna Viðarsdóttir, 18.2.2008 kl. 18:33

2 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Dabbi kóngur er fínn kall. En þetta er næstum því betri hugmynd en sú að gera hann að eilífðarborgarstjóra. Það hlýtur að fara að vanta sendiherra þarna fyrst Kastró er hættur.

Björgvin Kristinsson, 19.2.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 838

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband