Ritstífla.

Er búinn að vera alveg stjarfur að fylgjast með genginu, vaxtahækkunum Dabba kóngs og eldsneytisverðshækkunum. Það virðist vera að í hvert skipti sem trukkabílstjórarnir mótmæla háu eldsneytisverðinu þá er tækifærið notað til að lauma nokkrum krónum ofan á lítraverðið. Ég hef nú samt verið bara þokkalega spenntur vegna gengisbreytinga undanfarinna daga ég nefnilega stofnaði gjaldeyrisreikning fyrir nokkrum vikum og hef undanfarna daga grætt í fyrsta skiptið á ævinni á svona hræringum. 40 evrurnar sem ég lagði inn samsvöruðu 4000 krónum þegar ég lagði þær inn en í gær þegar ég ætlaði að innleysa hagnaðinn samsvöruðu 40 Evrurnar 4903 krónum. Það er að vísu ekki hægt að innleysa þetta á kvöldin og um helgar svo sennilega verður allt önnur staða þegar ég man næst eftir því að skipta yfir í Íslensku ylhýru krónurnar okkar. Dabbi Kóngur stýrir neysluvenjum almúgans með mikilli festu úr konungshöllinni sinni og svarar árásum Golíats á efnahagskerfið af mikilli hörku með síauknum álögum á sauðsvartan almúgann sem fattar ekkert í sinn haus hvort eð er. Það styttist í mestu launajöfnun íslandssögunnar þegar tugmilljóna og jafnvel milljarða innistæður auðmannanna nýríku breytast í milljónirnar 3 sem ríkið ábyrgist. Hvort það verði á þessu ári eða síðar er ekki gott að segja en það mun fara eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum segja mér fróðir menn en 2% hækkun á launum er bara hálf sagan ef engin eru hlutabréfin til að tapa milljónum á.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 838

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband