Stórsigur í fyrri hálfleik...

Fékk heldur betur ánægjulegar fréttir frá lögfræðingnum í gær.

Var að vinna við húsbyggingar í nokkra mánuði fyrir meira en ári hjá helvíti reffilegum húsasmíðameistara og var að spá í að leggja fyrir mig þessa iðn enda litlu við að bæta frá bílasmíðinni.

Ákvað svo einn daginn að hætta algjörlega í þessum geira enda voru allir sem komu á byggingastað yfir sig hissa að ég talaði Íslensku og svo fyllti það mælinn endanlega þegar ekkert launatengt þmt. allir launaseðlar og stór hluti af laununum sjálfum höfðu ekki borist í meira en 4 mánuði.

Þegar ég komst að því að maðurinn taldi sig skulda mér 24 krónurW00t fyrir 2 mánaða vinnu ákvað ég að hafa öll samskifti við hann skrifleg, sem sagt í gegn um tölvupóst eða SMS. Eftir mikið árangurslaust skrifræði í gegn um hin ýmsu batterý voru afrit af þessum samskiptum mínum við hann lögð fyrir héraðsdóm sem samþykkti svo í gær án athugasemda allar mínar kröfur en hafnaði aftur á móti öllum hans kröfum. En hann hafði m.a. haldið því fram að ég hefði samið um 1100 krónur á tímannShocking, heildarvinnustundir hefðu verið miklu færri en ég héldi fram og svo fór hann fram á bætur vegna skyndilegs brotthvarfs míns úr vinnu en ég var með SMS frá honum þar sem hann samþykkir að ég megi hætta strax auk annarra skeyta þar sem allt kom fram sem þurfti að koma fram.

Þetta mál hefði verið gjörtapað hjá mér ef ég hefði ekki snúið samskiptamátanum við hann upp í þessar skeytasendingar og hvet ég þá sem lesa þessar línur að gera skriflega samninga og geyma öll SMS skeyti við svona aðila enda er ekkert mál að ná þeim út úr símanum og leggja fyrir dóm ef þarf. Eins er mjög slæmt þegar engir launaseðlar eru gefnir út því þá gerir skatturinn kröfu á viðkomandi launþega sem ekki er hægt að sleppa undan. Leggið strax niður vinnu ef þið eruð launaseðlalaus og athugið hjá skattinum hvort staðgreiðsla hafi verið greidd.

En svo er bara að sjá hvað Hæstiréttur segir ef málið fer þá leiðina...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Þarna er ég ánægð með þig frændi. Því miður þá er þetta bara staðreynd með suma að þeir reyna að klekkja á öðrum eins og þeir geta. Eru bara bölv... ansk...*#%&µ@€ skúrkar.

Áfram Björgvin! Áfram Björgvin!

Anna Viðarsdóttir, 10.4.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Þetta er flott hjá þér bróðir! Til hamingju með þetta allt saman. En hundfúlt fyrir húsasmíðameistarann að fá engar bætur fyrir að missa þig svona snögglega úr vinnu, það hefur verið gríðarlegt áfall fyrir hann þegar þú hættir hjá honum

Áslaug Kristinsdóttir, 11.4.2008 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband