28.5.2008 | 00:42
Auðveld lausn í augnsýn...
Rafmagnsbílaþróunargjald ofan á eldsneytisgjaldið. Auðveld lausn á eldsneytisokri.
Rakst á snilldarlausn á eldsneytisokrinu á vafri mínu um netið.
Júlíus Sigurþórsson skrifar comment hjá Magnúsi Korntop (http://korntop.blog.is/blog/korntop/ )þann 17.5.2008 kl. 15:18 og hér fyrir neðan er það sem hann hafði að segja um olíuverðið þessa dagana...
Júlíus Sigurþórsson, 17.5.2008 kl. 15:18
Niðurstaða...
Ég myndi kalla þessar aukaálögur ríkisins ef til koma rafmagnsbílaþróunargjald. Ég myndi alveg treysta mér í að hanna og smíða rafmagnsbíla sem væru brúklegir á Íslandi ef ég fengi nokkra milljarða til verksins enda er ég ekki bifreiðasmiður fyrir ekki neitt. Svo þegar allir eru komnir á rafmagnsbíla kostar kannski 500 kall að fylla geyminn í staðinn fyrir 7500 sem kostar núna að fylla tankinn. Viðvarandi viðskiptahallinn færi gjörsamlega á hina hliðina enda yrðum við Íslendingar gjörsamlega óháðir olíuinnflutningi og sjálfsagt er ekkert mál að selja og flytja út góða rafmagnsbíla út um alla heimsbyggðina. Er þetta ekki bara snilld?
Kveðja, Björgvin... einkabílstjórinn hans Magnúsar Korntop( http://korntop.blog.is/blog/korntop/) ...eins og er.
Íslendingar eiga að gera klárt fyrir orkuskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 836
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
"Ég ætla að leyfa mér að koma með smá hugsanir sem eru kannski ekki alveg sammála þér. En góð umræða snýst jú um að bera saman fleiri en einn kost.
Olíuverð.
Olían hefur hækkað gríðarlega, án þess að það sé nein raun ástæða fyrir hækkuninni. Heldur er hún alltaf seld hæstbjóðanda hverju sinni og því geta væntingar og ótengdir atburðir haft áhrif á verðið. En olían lýtur hefðbundnum áhrifum framboðs og eftirspurnar. En í dag sjáum við verðhækkanir, þrátt fyrir að enn sé nægt framboð. Verðhækkanir sem virðast eiga rót sína í áhyggjum kaupmanna.
Og olíuríkin og olíustórfyrirtækin græða á tá og fingri. Það kostar þá kanski 20 dollara á tunnuna að ná í olíuna, en þeir eru að fá borgað á markaði 120 dollara.
RUGL!
Hvernig væri ef ríkisstjórnir á vesturlöndum myndu bara HÆKKA verulega álögur á á allt eldsneyti. Segjum 50 kall á hvern líter. (hér væri það þá úr 53 krónum í 103 krónur).
Hvaða áhrif hefði það?
Jú - við myndum lenda í svaka verðhækkunum. En miðað við sömu notkun myndi það þýða tekjur í okkar sameiginlega sjóð upp á 15. milljarða. En fyrir þann pening gætum við haft frítt í strætó (og mikið fleiri strætóferðir), niðurgreitt landflutninga og jafnvel lækkað tekjuskattinn svolítið. (þennan pening sem tekinn er af launum okkar um hver mánaðarmót).
En það yrði til þess að notkun á eldsneyti myndi minnka mikið. Óþarfa akstur hyrfi og fólk myndi hugsa sig um fyrir hverja ferð (eða notaði strætó og reiðhjól).
En þetta hefði þau áhrif að EFTIRSPURN eftir eldsneyti myndi minnka mikið. Og ef allar olíuneysluþjóðir stæðu saman um þetta. Þá myndi það hafa veruleg áhrif á heimsmarkaðsverðið. Því allt í einu myndu allir tankar fyllast af eldsneyti sem engin vildi kaupa. (því það væri svo dýrt). En auðvitað myndi verðið lækka hratt, spákaupmenn myndu að sjálfsögðu kaup olíu af þeim sem biði lægst verð. Því hinir myndu ekki selja.
Þannig gætum við á endanum (eftir nokkra mánuði eða eitt ár í dýru eldsneyti) vera með sama eldsneytisverð, en auka 15 milljarða í ríkissjóð á hverju ári, sem við gætum notað í eitthvað gott fyrir okkur sjálf. Í stað þess að þessir 15 milljarðar lendi í vasa risaolíufyrirtækja og einhverra olíufursta.
Er það ekki betri lausn til lengri tíma?"