10.6.2008 | 20:51
Nýr stjórnmálaflokkur?/ nýir tímar?/ ný nöfn?
Sturla Jónsson trukkabílstjóri hefur boðað að stofnaður verði stjórnmálaflokkur og var nafnið Lýðræðisflokkurinn áætlað að verða fyrir valinu sem væri þá lýsandi fyrir markmið flokksins. Það nafn á hins vegar okkar ástkæri Ástþór Ketshup Magnússon og hefur hann ekki í hyggju að afsala sér nafninu enda gott að geta farið beina leið í stjórnmálin eftir nokkur ár á Bessastöðum þegar þar að kemur. Mér var að detta í hug að ef nafnið þarf að vera lýsandi fyrir markmiðin þá ætti nýji flokkurinn að heita Sjálfstæðisflokkurinn enda er það okkur lýðnum á Íslandi í blóð borið að vera sjálfstæðir í einu og öllu allt frá dögum Ingólfs Arnarsonar. Af sömu ástæðu þyrfti að breyta nafni núverandi Sjálfstæðisflokks í Þingræðisflokkinn eða bara öllu heldur Hagsmunasamtök um einkavinavæðingu almenningseigna. Fyrsta verkið ætti svo að vera það að afskrá þau samtök sem stjórnmálaflokk,...en þetta er nú bara hugmynd sem ég fékk áðan í baðinu...
Eru fleiri með hugmyndir um ný nöfn á flokkana okkar ástkæru sem eru kannski meira lýsandi fyrir markmið þeirra?
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað með... Sturlungar?
Anna Viðarsdóttir, 11.6.2008 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.