Hækkum álögur ríkisins á bensín og diesel um helming að minnsta kosti, EF...

Nú kvarta allir um síhækkandi eldsneytisverð. 

Hvernig væri að biðja frekar um raunhæfar nothæfar almenningssamgöngur, rafmagnsbíla og almennilegt net hjóla- og jafnvel reiðstíga.

Hátt verð á bensíni og dieseli þyrfti ekkert að vera alslæmt og við getum nánast ekkert gert til að sporna við því.  Núverandi valkostir sem við höfum til að komast á milli staða eru aftur á móti því miður allt of takmarkaðir en því getum við nokkuð auðveldlega  breytt.

Það sem ríkið ætti að gera núna strax að mínu mati er að niðurgreiða hvern nýskráðan rafmagnsbíl um 10-15%, taka við rekstri almennigssamgangna af sveitarfélögunum eða alla vegana hætta að skattpína þennan rekstur eins og verið hefur með það að markmiði að stórauka þjónustustigið við allan almenning en ekki bara námsmenn eins og verið hefur og hefja þegar í stað undirbúningsvinnu við lagningu hjólreiðastíga. Ég er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að sjá um þessi atriði enda er aðal markmiðið með þessum viðsnúningi að sporna við miklum viðloðandi vöruskiptahalla við útlönd sem mikið hefur verið kvartað yfir undanfarið og er ef ég hef skilið þetta rétt ein af aðalástæðum hávaxtastefnu Seðlabankans. 

 Vonandi verður hátt eldsneytisverð til þess að valkostunum í samgöngumálum verði fjölgað Því þá að lokum skiptir ekki máli þó bensínið er dýrt EF auðveldlega væri hægt að skipta yfir í t.d. rafmagn, hjóla, ríða eða taka almenningsvagn.

Vilji er allt sem þarf sagði einhver einhverntíman. 

Veit einhver hvar ég gæti keypt rafmagnsmótor sem gæti passað sem aukabúnaður fyrir jeppa á 44"? W00t

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Hva.... er ekki einu sinni einhver á móti hækkuðum álögum á bensín???

Björgvin Kristinsson, 21.6.2008 kl. 10:59

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er sammála þér. Ríki og borg eiga að sameinast um rekstur léttra almenningsvagna, ca. 10-15 sæta, helst vetnisknúinna sem ækju síkeyrslu um helstu samgönguæðar ókeypis eða með ódýru kortagjaldi.

Og samhliða taka úr notkun stóru, gulu og þungu drekana sem tefja umferð óþægilega og aka næstum tómir mestan hluta dagsins. Ef þessi snöggsoðna hugmynd yrði skoðuð, útfærð af skynsemi og hrint í framkvæmd yrði bylting á samgöngum Stór-Reykjavíkursvæðisins á ótrúlega mörgum sviðum. Og já,- stórhækka álögur á bensín en koma til móts við öryrkja og aðra þá sem sýna fram á raunverulegar sérþarfir samhliða lágum tekjum.  

Árni Gunnarsson, 22.6.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband