Ókeypis samgöngulausn...

 

Sá út undan mér einhverja umræðu um léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu og eins var verið að tala um hverfisvagn í vesturbænum minnir mig.

Þar sem ég er á akstri eftir Hringbrautinni í morgun sá ég allt í einu snilldina í þessu. Léttlestir sem ganga austur/vestur Allt frá Hringbraut-Miklubraut-Vesturlandsveg upp í Mosfellsbæ og til baka og annað "spor" sem færi suður/norður frá BSÍ(nýju samgöngumiðstöðinni) og alla leið til flugstöðvar Leifs Eiríkssonar með stoppi í Kópavogi-Garðabæ-Hafnarfirði-Vogum. Þannig væru öll sveitarfélögin tengd einföldu neti léttlesta.

Hverfisvagnar eða aðrar lausnir t.d. vistvænir leigubílar myndu síðan skila farþegum að/frá brautarstöðvum léttlestanna með viðkomu við verslanir, skóla og leikskóla hverfisins. Þannig gæti venjulegt vinnandi fjölskyldufólk með börn notað almennigssamgöngur til að komast til/frá vinnu með viðkomu á leikskólanum.

Það er kominn tími til að sýna umheiminum hvernig er hægt að losna við rándýra og eyðileggjandi olíuna og nota okkar eigin ómældu hreinu orkulindir auk þess sem vistvænt almennigssamgöngukerfi sem er sniðið að þörfum fjölskyldufólks sparaði ómældan gjaldeyri og þar með lækkun stýrivaxta Seðlabankans ef ég hef tekið rétt eftir.

Það er hægt að byrja á þessu strax eftir þennan lestur með því að nýta núverandi vagna strætó í lestarleiðirnar og núverandi leigubílaflota í hverfislausnirnar. Síðan væri skipt yfir í rafmagnslestir og vistvæna bíla eftir hentugleika.

Þetta er mál sem þolir enga bið og skora ég á ráðamenn þjóðarinnar að koma þessu sem fyrst í gang. Að sjálfsögðu á Ríkið að koma að þessum málum enda um þjóðþrifamál að ræða að losa borgara þessa lands undan oki olíudýrtíðar og gera Ísland aftur að hreinasta landi í heiminum. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

31 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband