Eru íslendingar kvartvitar, þriðjungsvitar eða hálfvitar???

Þessi fyrirsögn er kannski svolítið sláandi en mér finnst bara frekar sláandi að horfa upp á fréttir og fréttaleysi þessa dagana. 

 

 

Sá á CNN í gærkvöldi að olían hafði lækkað um heila 5 dollara og reiknaði lauslega í huganum að þetta samsvaraði ca. 8 krónu lækkun á bensínlítranum. Í hádeginu í dag hafði verðið ekkert breyst hjá N1. Engar fréttir voru í útvarpi um þessa verðlækkun erlendis en forstjóri F.Í.B. sagði þó í viðtali að það væri met álagning á eldsneyti þessa dagana en olíufélögin gefa sem skýringu að það sé svo mikill fjármagnskostnaður að það væri ekki hægt að lækka bensínverðið á Íslandi... hvernig væri að fara að skoða tölvupóstinn sem allir íslendingar fengu um daginn og hætta að versla hjá stærstu olíufélögunum? Það var nóg af fólki að kaupa bensín hjá öllum félögunum í dag þannig að hvatinn til lækkunar er enginn... ekki frekar en hvatinn til lækkunar stýrivaxta Seðlabankans.

 

Innheimtulögfræðingur Seðlabankans virðist bara leika lausum hala og hamast óáreittur við að koma af stað verðbólgunni með hæstu stýrivöxtum í heimi... og enginn getur gert neitt...

 

Og hvernig stendur á þessu sem virðast vera ofsóknir á bágstadda og þá sem aðstoða bágstadda?
Baugur lækkaði matvælaverð til almennings um helming og hvað skeði?
Hvernig hefur verið farið með öryrkja, aldraða og sjúka. Þeir eru hýrudregnir og látnir húka á biðheimilum og biðlistum fram í rauðan dauðann!!!
Keníamaðurinn vann við hjálparstörf og hvað skeði? ...honum var sparkað öfugum úr landi um miðja nótt frá nýfæddum syni og eiginkonu.
Svona má því miður halda áfram.

Og hvar eru aðgerðir í gangi vegna hækkaðs olíuverðs?
Það er verið að semja við einhverja um einhverjar fjölorkustöðvar einhvertíman, einhversstaðar og svo er sett rándýr sovíet-akrein á miklubrautina fyrir tóma strætóa og tóma Taxa. 

Það er búið að dæma kvótakerfið ólöglegt en enginn segir eða gerir neitt.

Vísa bara hér með aftur á fyrirsögnina....

 

 

...prentið út og lesið minnst 10 sinnum á dag þar til niðurstaða við spurningunni er fenginWink.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Þú verður að athuga það kæri Bjöggi að við erum svo fordekruð hér á Íslandi að við viljum ekki leggja neitt á okkur. Við nennum ekki að gera neina aðgerðir. Geta ekki hinir bara gert það? Ég skal alveg styðja mótmælin, en ég ætla ekki að fórna neinu sjálf eða þurfa að hafa fyrir einhverju...

Það vantar suðræna blóðhitann í okkur til að framkvæma kröftug mótmæli og vera fylgin þeim. Við erum svo fordekruð og spillt eins og óþekkir krakkar. Erum ekki til í að neita okkur um eitt eða neitt.

Anna Viðarsdóttir, 9.7.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 655

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

95 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband