10.7.2008 | 20:56
Var að koma af Esjunni....
Lofaði því einhverntíman um daginn að fara á Esjuna á hverju fimmtudagskvöldi héðan í frá. Fékk áðan símtal um að Berglind Eva (10 ára) væri týnd í strætó og það væru komnir tæpir tveir tímar síðan hún lagði af stað í Mosó en hefði ekki skilað sér. Ég var staddur við Ártún bara vitlausu megin en sá að það voru þrír vagnar staddir þarna og 15 gæti hugsanlega verið einn þeirra. Ég ákvað að reyna að sjá inn í vagninn sem stefndi á Mosó og náði honum undir Úlfarsfelli. Það fyrsta sem ég sé í vagninum er sú týnda og hringdi ég umsvifalaust í móðirina sem var lögð af stað í örvæntingu, enda nýbúin að fá símtal frá stjórnstöð Strætó um að barnið væri hvergi að finna í þeirra vögnum. Fussum svei, hvers konar er þetta með þetta batterý.
Jæja ég er kominn hálfa leið upp að Esju og ákveð að halda bara áfram og klífa fjallið í hvelli. Í stuttu máli sagt komst ég upp í 14þús feta hæð en ákvað að snúa þar við enda bara í vinnufötunum síðan í dag og ekki með neina myndavél. Næst fer ég með réttu græjurnar og kannski tek ég upp gönguna svona fyrir þá sem heima sitja... en núna þarf að skammast í strætó enda eitthvað að á þeim bænum svona frá mínum bæjardyrum séð...
...eða er það eðlilegt að fyrst kemur leið 15 of snemma m.v. net uppl. næsti vagnstjóri á 15 brunar framhjá hálftíma síðar án þess að svo mikið sem líta á stoppistöðina sem var full af fólki. því næst kemur leið 6 og spyr þá móðirin sem fylgdi stelpunni hvort 15 eigi ekki að stoppa þarna. Jú en ég hitti hann í Ártúni. Vagnstjórinn lofaði að hjálpa henni yfir í 15 enda stúlkan í fyrsta sinn ein í strætó. þetta klikkar og stelpan fer nokkra hringi með vagninum sem er greinilega kallaður upp því að lokum spyr farþegi hana hvort hún sé stelpan sem sé á leiðinni upp í Mosó. Farþeginn hjálpaði henni síðan yfir í réttan vagn???
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 838
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hefðir átt að hringja í konu sem er að vinna á Hlemmi núna. Hún veit allt um Strætó og kann allt... sko... hún er laaaaangt besti starfsmaðurinn hjá Strætó. Það sem hún er ekki búin að gera hjá þeim er fljót upptalið... man ekki eftir neinu öðru en forstjórastarfinu í augnablikinu. Það er kannski bara næsta verkefni. En hún er búin að :
...og listinn heldur áfram. Bjöggi þú áttir bara að tala við réttu manneskjuna!
Já og flott hjá þér að glíma við Esjuna Þessi nefndi starfsmaður Strætó er líka búin að labba á Esjuna. Eins og ég segi, hún getur allt! Hehehehe!
Anna Viðarsdóttir, 11.7.2008 kl. 15:41
Já hún fékk sko að heyra það. En ég var búinn að leysa málið áður en það náðist samband við hana. En einu sinni keyrðu 3 vagnar í röð framhjá mér án þess að stoppa þannig að ég hringdi brjálaður í hana. Hún sagði bara sallaróleg "jaaá, það er yfirleitt aldrei neinn þarna." Ég tek henni svolítið með fyrirvara eftir þetta
Annars var þetta röð mistaka sem varð til þess að stelpan fór nokkra hringi þarna í gær.
Björgvin Kristinsson, 11.7.2008 kl. 19:24
Það er greinilegt að Berglind hefur fengið mikið fyrir hundraðkallinn: nokkra hringi í strætó!! Það er ekkert grín að vera vagnstjóri, það eru alltaf svo margir farþegar og erfitt að muna hvert hver og einn ætlar að fara. En þetta verður örugglega mjög eftirminnilegt fyrir hana (og mömmuna líka) en vonandi gengur þetta bara betur næst.
Áslaug Kristinsdóttir, 12.7.2008 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.