Umferðarstíflur...framhald.

Ég hafði rétt fyrir mér með umferðina á morgnanna. Hún stórminnkaði strax eftir 10. en ég veit ekki hvort það sé bensínleysi þeirra blönkustu að þakka eða hvað. Allavegana er það ekki strætó að þakka. Þeir strætóar sem ég sé á háannatímum eru allir hálftómir og galtómir utan háannatíma. Það er eitthvað stórundarlegt með þetta fyrirtæki, ...enda gengur sú kjaftasaga að forstjórinn þar mæti á morgnanna á skrifstofuna sína og loki og læsi og voni svo að dagurinn líði án þess að trúnaðarmennirnir mæti og brjóti hurðina upp. Vagnstjórarnir eiga að vera eitthvað leiðir á að komast ekki á salerni og eins eiga þeir að vera í stórum hópum að hætta nauðsynlegum ólöglegum hraðakstri til að halda áætlun. Enda er ekki hægt að sjá hvaða nauðsyn er á því að halda áætlun með tóma vagna??? En svona eru kjaftasögurnar um strætó þessa dagana. Ég keyri mikið af fyrrverandi strætófarþegum þannig að það er ýmislegt sem maður fær að heyra um þetta fyrirtæki og "leiðakerfislagfæringarnar" hahahaha ....lagfæringar...Leiðakerfiseyðilegging er víst réttara orð. Margir tala um gömlu áttuna og níuna þe. hægri og vinstri hringleið með blik í augum en nú er ekkert svoleiðis. Núna virðast þessir vagnar keyra um í hópum á ólöglegum hraða og ef þeir ná ekki að stoppa fyrir þér þarftu að bíða í minnst hálftíma eftir næsta vagnahópi. Sennilega væri nær að það kæmi vagn á 10 mín fresti sem gæti þá allavegana flutt mann á næstu upphituðu vagnamiðstöð eins og Mjódd eða Hlemm en það virðist ekki vera í boði. þessir vagnar skipta víst um númer reglulega þannig að ef einhver stígur upp í vitlausan vagn tekur 2-3 tíma að leiðrétta mistökin. Frétti af einum öldungi sem þurfti að komast úr efra breiðholti niður í Mjódd til að kaupa í matinn. Hann steig bara upp í næsta vagn sem kom en endaði í vesturbænum í einhverju hringsóli þar og komst ekki heim fyrr en mörgum klukkustundum síðar og aldrei stoppaði vagninn við Mjóddina. Sel þetta ekki dýrar en ég keypti það en manngreyið fór sama dag og keypti sér bíl aftur, enda hafði hann ekki heyrt um ferðaþjónustu aldraðra þegar þetta gerðist. Ætli það séu fleiri með svipaða reynslu af almenningssamgöngum okkar og þessi gamli maður? Og svo aumingja námsmennirnir sem fá frítt í vagnana. Þeir fá yfir sig eftirlitsmenn sem ...liggur við... henda þeim út og gera upptæk kortin ef þeir hafa gleymt persónuskilríkjum heima. Rosalega skemmtilegt og sniðugt til að minnka umferðina á götunum ...var kannski tilgangurinn eitthvað allt annað?

Ætli þetta sé lausnin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Það er misskilningur eða missýn að halda að vagnarnir séu hálftómir á morgnana. Það þarf að senda aukavagna um hálfáttaleytið á nokkrum leiðum til að hægt sé að flytja allt fólkið.

Áslaug Kristinsdóttir, 14.9.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Trúnaðarmenn hjá Strætó hafa aldrei brotið upp hurðir og ég veit ekki hvers vegna þeir ættu að gera það. Vagnstjórar komast á salerni milli ferða. En pásurnar eru kannski ekki langar fyrst á mornana þegar umferðin er mikil og margir farþegar.

Áslaug Kristinsdóttir, 14.9.2008 kl. 21:37

3 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Það væri gaman að fá betri upplýsingar frá manninum sem fór í strætó í efra-Breiðholti og endaði í að hringsóla í Vesturbænum, ég veit ekki um neinn vagn sem fer frá Efra-Breiðholti og stoppar ekki í Mjóddinni og hringsólar svo í Vesturbænum. Þetta hljómar mjög undarlega, svo ekki sé meira sagt.

Áslaug Kristinsdóttir, 14.9.2008 kl. 21:39

4 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Eftirlitsmaðurinn tekur ekki kort af nemunum. Nýju kortin eru með mynd af korthafanum og ekki þörf á persónuskilríkjum. Hvers konar bull er þetta í þér?

Áslaug Kristinsdóttir, 14.9.2008 kl. 21:41

5 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Æji Áslaug. Þetta er allt komið frá fólki sem er löngu hætt að nota vagnana. Ég þekki engan sem notar strætó að staðaldri nútildags. En mikið er ég feginn að eftirlitsmaðurinn tekur ekki kortin af nemunum. Það ætti náttúrulega að setja tilkynningu í blöðin.

Björgvin Kristinsson, 15.9.2008 kl. 00:37

6 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Kannski eru þetta bara einhverjir aukavagnar sem maður hefur séð hálftóma. Veit ekkert um þessa trúnaðarmenn nema það sem kom í fjölmiðlum þegar einn þeirra var rekinn. Það kemur sjálfsagt niðurstaða úr dómsmálinu innan tíðar en á meðan ganga allskonar skrautlegar kjaftasögur.

Björgvin Kristinsson, 15.9.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband