26.9.2008 | 11:27
STÆRSTU KAUPTÆKIFÆRI MANNKYNS- OG RISAEÐLUSÖGUNNAR SAMANLAGT
Nú þessa dagana upplifum við Íslendingar stærstu kauptækifæri mannkyns- og risaeðlusögunnar samanlagt, þökk sé krónunni okkar misskyldu.
Segjum sem svo að þú labbir út í banka núna takir 100 milljóna erlent lán og kaupir hlutabréf í t.d. decode á 40 cent hlutinn.
Decode lifir af fjármálahremmingar heimsins og gengið fer bara varlega áætlað upp í 10 dollara sem er einn sjötti af því sem margir borguðu á sínum tíma.
Krónar réttir úr kútnum og gengið gengur til baka í það sem það var í byrjun árs 2008.
Þú ferð og selur hlutabréfin fyrir 2,5 milljarða og borgar upp erlenda lánið sem er komið niður í 60 milljónir íslenskra króna.
Mismunurinn er 2440 milljónir á kannski 1-2 árum.
Svo náttúrulega er líka til í dæminu að decode fari á hausinn og gengið verði fest við EVRU eða eitthvað og þá ert þú náttúrulega í djúpum sk........
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.