Opið bréf til Geirs H. Haarde og co.

Nú þegar ríkið er búið að taka yfir þær gríðarlegu eignir bankakerfisins sem raun ber vitni fer ég fram á það sem kjósandi, skattgreiðandi og Íslenskur ríkisborgari að þessar eignir verði seldar fullu verði þegar um hægist í fjármálakerfi heimsins. Ef það er meiningin að setja þessar gríðarlegu eignir á brunaútsölu og selja þær einhverjum hrægömmum fyrir smáaura og rukka mig og mína síðan um stórfé í formi skatta um ókomin ár mun ég aldrei kjósa x-D aftur og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma í veg fyrir að sjálfstæðisflokkurinn nái einu einasta atkvæði minnsta kosti næstu 150 árin. Hvernig væri að þiggja öll tiltæk lán, yfirtaka eignirnar, borga skuldirnar en selja ekki eignirnar aftur fyrr en fullt verð fæst fyrir þær. Þannig gæti Íslenska þjóðin jafnvel sloppið algjörlega skaðlaus frá þessum ótrúlegu glappaskotum sem Sjálfstæðisflokkurinn ber algjörlega alla ábyrgð á.  

Kveðja Björgvin Kristinsson skattgreiðandi.

Afrit send öllum þingmönnum, seðlabankanum og helstu fréttastofum.

Ef þörf þykir get ég útskýrt nákvæmlega hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn ber alla ábyrgð á þessum fjárhagshörmungum landsmanna.


mbl.is Þeir felldu bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ábyrgðin liggur víða; hjá þeim sem samþykktu aðildina að evrópska efnahagssvæðinu með Jón Baldvin í fararbroddi - og regluverkið fyrir bankana sem byggir á aðildarsamningnum. Nú sjá menn um alla Evrópu - og reyndar í USA líka að eftirlitsreglurnar voru allt of rúmar. Sumir nýttu sér rúmið - þótt einhverjir hafi reynt að vara við, m.a. Davíð karlinn Oddsson - sem hefur varað við útþenslu bankanna lengi. Skrýtið að flestir vilja kenna honum um - en hvað með Jón Baldvin?

Teddi (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 16:40

2 identicon

Guði sé lof fyrir bloggið svo fólkið geti blaðrað og bullað út í eitt - annars væri nátturlega hætta á að fólk fari að gera eitthvað vitrænt.

Jón Garðar (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 16:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Davíð er kennt um því hann er holdgervingur valdagræðginnar á Íslandi, rétt eins og bankamenn eru holdgervingar peningagræðginnar. En eins og við vitum, þá fer þetta oftar en ekki saman því miður, peningar og völd.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2008 kl. 17:01

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Teddi, hvar hefur "davíð karlinn Oddson" varað lengi við útþenslu bankanna ?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.10.2008 kl. 17:02

5 identicon

Manni hryllir við að hugsa til þess hvaða aðilar standa vaktina.  Hver ákveður hvað á að selja, hvenær og hverjum!  Ef þetta eru sömu aðilar og stóðu vaktina fyrir hrunið, er þeim treystandi?  Eru þeir ekki að bara moka flórinn yfir skítugu sporin.  Þeir hafa í hendi sér milljarða og spila með þá hægri og vinstri.  Hvernig veit ég hvort þeir spili ekki allt frá sér og við stöndum uppi algerlega slipp og snauð! 

Ég held og reyndar myndi krefjast þess að sett yrði á stofn eins konar ´spillingar nefnd´ (corruption control) eins og tíðkast víða í stórfyrirtækjum í Asíu.  Eins og menn myndu kannske halda að stór munur væri á frama/fyrirgreiðslu banka eða fyrirtækja á Íslandi og banka eða fyrirtæki í Kína, þá er munurinn ákaflega lítill.  Í báðum þessum löndum komast menn ekkert áfram nema með klækjum og klíkum.  Ef þú þekkir ekki réttu mennina áttu ekki möguleika.  Þessu verður ekki breytt nema með því að beita hörðu aðhaldi og gegnumsæí.    Gegnumsæi væri t.d. að tilkynna okkur aumu landsmönnum hvað bankastjóri Glitnis hefði verið boðið í mánaðarlaun.  Ef það er ekki hægt að þóknast landslýð sem þyrstir í að vita hver launin eru á þá landslýður að þóknast húsbóndanum?  Á lýðurinn að taka á sig skuldir bankans?  Þvílík vanvirða er vandfundin.

Nýjasta fréttin um að bankahrunið á Íslandi sé öllum öðrum að kenna en íslenskum stjórmálamönnum, FME og ´Matadorsleikjadrengjanna' er bara hrein og bein móðgun við almenning.  Halda þessir aðilar að íslendingar séu alger fífl upp til hópa!

Amen og góða helgi

Lara (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:11

6 identicon

Á ársfundi Seðlabankans 30. mars 2007 sagði karlinn m.a:

Hitt stendur þó auðvitað eftir að mönnum eru nú ljósari en áður þær hættur sem víða geta leynst í framtíðinni. Alþjóðleg skilyrði á markaði geta breyst snögglega. Lánsfjáraðgengi, sem á undanförnum misserum hefur verið með eindæmum hagfellt fyrir íslenska banka sem og aðra, kann að breytast skyndilega við óvæntar aðstæður. Mikilvægt er að vera við því búinn að slíkt geti gerst.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem gaurinn sendi frá sér varnaðarorð hvað þetta varðar - og ekki í það síðasta heldur.

Teddi (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:14

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Doh... þvílík viðvörun !! 

Kommon... þetta er bara snakk útí loftið.  Þvílík speki.

Kallinn var í aðstöðu til að hafa bein áhrif og hindra og koma í veg fyrir að bankarnir veðsettu sig og landið  til andskotans.  Hann gerði þeim það kleift og lifti ekki litlafingri til að hamla því á nokkurn hátt. 

Kallinum var bara andskotans sama ! 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.10.2008 kl. 20:18

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Á ársfundi Landssambands lífeyrissjóða 18. maí 2006

"Þá hafa þeir með góðum árangri sótt á erlenda lánamarkaði að undanförnu og gert mun betur en að mæta fjárþörf sinni það sem af er ári. Staða þeirra á markaði hefur því sannarlega styrkst á ný sem er fagnaðarefni. Bankarnir hafa farið mikinn í útrás sinni á undanförnum misserum. Seðlabankinn telur að flest bendi til að vel hafi tekist til í fjárfestingum þeirra í útlöndum."

Meina, maðurinn hafði ekki hundsvit á því sem hann var að gera, hvorki fyrr eða síðar.  Efast um að hann hafi kynnt sér hagfræði 101.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.10.2008 kl. 20:25

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Davíð er lögfræðingur og því hugsanlega rétt hjá þer að hann hafi ekki setið tíma í HAG103, en reynsla hans er aðallega úr pólitík og taktu eftir að hann var aldrei fjármálaráðherra. Geir er þó að minnsta kosti menntaður hagfræðingur, en það háir honum samt eflaust að hafa verið fjármálaráðherra undir Dabba í 6 ár. ;) Þetta væri jafnvel skárra ef þeir myndu víxla hlutverkum, Davíð var nú öflugur í pólitík á sínum tíma, en þó hann sé auðvitað hrokafullur andskoti þá getur hann svo sannarlega komið hlutum í verk. Bara pæling...

Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband