12.11.2008 | 17:03
Nýlendan Ísland?
Eftir að hafa hlustað á alla fréttatíma og lesið allar fréttir undanfarna daga, vikur og mánuði hef ég lagt saman tvo og tvo og fengið sláandi niðurstöðu.
Við verðum fyrsta samvinnunýlenda evrópusambandsins.
Hollendingar og Bretar eru frægir fyrir nýlendur sínar út um hvippinn og hvappinn og hví ekki Ísland? Við eru vopnlaus, bláeygð og landið er þvílík matarkista að hálfa væri nóg. Við eigum hreint vatn fyrir hálfan heiminn og svo voru að finnast gífurlegar olíulindir út af norð-austurlandi þannig að það er til mikils að vinna.
Bretar og Hollendingar hafa sjálfsagt ekki komist að samkomulagi þannig að Evrópusambandið í heild sinni tekur sennilega landið yfir og gerir okkur að fyrstu nýlenduþjóðinni þeirra. Hvernig stendur á því að einu vinaþjóðirnar sem hafa stutt okkur til þessa eru utan Evrópusambandsins og allri annarri aðstoð hefur verið frestað um óákeðinn tíma?
Það bendir allt til að það er eitthvað verið að bralla með okkur.
Kannski er ekkert ástæðulaust að allar aðrar þjóðir í heiminum eru með her þó ekki sé eins gríðarlegum auðlindum fyrir að fara.
Vonand hef ég illilega rangt fyrir mér í þettað skiptið en útlitið er nú eitthvað hálf asnalegt.
Staðan er grafalvarleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 2
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.