Hvað með eignir bankanna?

Það eru til gríðarlegar eignir í bönkunum sem þarf að koma í verð í rólegheitunum. Vonandi hefur eitthvað verið minnst á það atriði. Ég nefnilega skil ekki af hverju er alltaf talað um gríðarlegar skuldir bankanna en aldrei minnst á eignir bankanna sem þó voru metnar 900 milljörðum hærri en skuldirnar áður en bankarnir komust í greiðsluþrot.

Já... Eignirnar voru metnar næstum 1000 milljörðum hærri en skuldirnar.

Bankarnir urðu ekki gjaldþrota ...þeir komust í greiðsluþrot því það vantaði gjaldeyri. Var eitthvað talað um það?

Og ég bara spyr...
...eru alþingismenn í heild sinni og þá jafnvel með Vinstri græna fremsta í flokki að búa sig undir að sölsa undir sig gífurlegar eignir bankanna fyrir ekki neitt og láta svo börnin okkar borga skuldirnar? Var eitthvað minnst á það?
-alla vegana tala Vinstri grænir mest um að börnin okkar verði að borga þetta! ...og kannski eru Sjálfstæðismenn dauðfegnir að fá aðstoð við að verðfella þessar eignir í augum almennings.
-auðvitað færu börnin létt með að borga þessar gríðarlegu skuldir ef þau hefðu ennþá þær gríðarlegu eignir sem bankarnir nú eiga. Þau gætu selt þær og þau ættu sennilega stóran afgang ef aularnir niðrá alþingi væru þá ekki búnir að glutra þeim niður í göturæsið...
-auðvitað teljast alþingismennirnir okkar aular ef þeim hefur tekist að tala eignir bankanna það mikið niður að þær hafi rýrnað um meira en 1000 milljarða á 4-6 vikum.
-auðvitað eru þeir ekki aular ef þeir og þeirra fólk eignast góssið fyrir ekki neitt. Þá verðum við að kalla þá siðblinda aumingja, en við skulum vona að til þess komi ekki.

Og ég bara spyr aftur og enn...
...ætla fréttamenn að hneppa börnin okkar í þrældóm með því að gera lítið úr eignum bankanna og samþykkja að eignir bankanna séu einskis eða lítils virði?
...er verið að tala eignirnar niður og sannfæra þjóðina um að þetta sé bara eitthvað bréfadrasl svo "réttu" aðilarnir geti fengið þetta á silfurfati fyrir ekki neitt?

Hvar eru gríðarlegar eignir bankanna núna? Var eitthvað talað um það?

Af hverju er bara talað um skuldirnar?

Hvað er í gangi???

 


mbl.is Bankastjórar fyrir viðskiptanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Best væri að blessað ríkið

Bara semdi við Evrópusambandið

Því landið er að sökkva í síkið

Stjórnarmenn með í buxunum hlandið

 

Fólkið flytur burt af landi

Flýr þessa eyju þar er illur andi

Heimsk okkar hús byggðum á sandi

Héldum að bönkum væri treystandi

 

Á Íslandi var eitt sinn best að búa

Bara að sá dagur komi aftur

Spillingarmenn fái að fljúga

Farðu burt Davíð þú fylliraftur

 

Ætli þeir stjórnarmenn geti af sér sagt

Sem eiga mestallan saurinn

Hann Geir hefur sig á verðinum lagt

Helvítis aumingja gaurinn

 

Davíð kóngur hefur á sig sullað

Situr einn uppi í seðlabankanum

Geir ekki getur annað en bullað

Greyið þjóðin hangir á hankanum

 

Á Íslandinu blessaða viljum við búa

Best ef væri með góða stjórn

Við verðum saman að landanum hlúa

Verðum því að færa stóra fórn

ÓÞekkur (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband