25.11.2008 | 19:41
Komin skýring á rauðu ljósunum?
Skrifaði um það fyrir mörgum mánuðum að olíufélögin væru ábyggilega komin með puttana í stillingu umferðaljósanna, því þau voru skyndilega orðin svo vitlaust stillt að nánast þyrfti að nauðhemla við öll ljós þegar komið er að þeim, með tilheyrandi auka eldsneytiseyðslu.
Hér er slóðin á færsluna síðan í sumar: http://skumur.blog.is/blog/skumur/entry/603708/
Og nú er skrýtið mál komið upp!!!
Maðurinn sem sér um stillingar og eftirlit með umferðarljósunum er með hundruði ef ekki þúsundir milljóna inn á bankareikningi sínum, samkvæmt frétt á visir.is í dag. Þar segir m.a.:
"Rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á málefnum Friðjóns hófst eftir að ábendingar bárust um að almennur starfsmaður Orkuveitunnar, sem vinnur við eftirlit og umsjón með götuljósum, velti fleiri hundruð milljónum króna í gegn um bankareikninga sína.
Í einhverjum tilfellum munu innistæður á bankareikningum borgarstarfsmannsins hafa verið rétt tæplega einn milljarður króna."
Hér er fréttin í heild sinni: http://www.visir.is/article/20081125/FRETTIR01/633543082/-1
Það skildi þó aldrei vera annað olíusamráðsmál að koma upp á yfirborðið???
... Það sér kannski enginn annar en ég samhengið í þessu...
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 836
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nýtt olíusamráð?
Kannski svolítið langsótt en getur verið að olíufélögin hafi verið að greiða umsjónarmanni umferðarljósanna fyrir að vanstilla þau eins og mér datt í hug s.l. sumar? Það er allavegana mjög undarleg tilviljun að umræddur aðili sé allt í einu með hundruði ef ekki þúsundir milljóna á bankareikningi sínum.
Hér er slóð á bloggið mitt þar sem ég reyfa þessa hugmynd:
http://skumur.blog.is/blog/skumur/entry/724977/
Vinsamlegast sendið þetta áfram á aðila sem gætu hugsað sér að athuga þetta mál.
Þetta bréf er sent á helstu fréttastofur landsins:
Kveðja Skúmur.
Björgvin Kristinsson, 25.11.2008 kl. 20:54
Hehehe þetta er ljósastauraeftirlitsmaður
Hitt er held ég því að kenna að ljósadótið er allt orðið umferðarstýrt og borin von að geta ekið í einni bunu alla miklubrautina eins og var hægt.
Kenningin er samt góð !
Ragnheiður , 26.11.2008 kl. 17:41
Já. Datt fyrst í hug að senda þetta á spaugstofuna enda er þetta of gott til að vera satt....
Björgvin Kristinsson, 26.11.2008 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.