Möguleiki 1 eða möguleiki 2 ?

Nú er ég búinn að reyna að halda mig frá blogginu í nokkrar vikur og hlusta bara á fréttir og farþegana. Í gær talaði ég við Íslendinga sem búa í Evrópu og hafa horft á bankahrunið og afleiðingarnar úr fjarlægð og það var merkilegt hvað það var sammála því sem mér hefur fundist frá upphafi.
Það er ekki ætlunin að gera lítið úr hlut útrásarvíkinganna því auðvitað áttu þeir að sjá og vita hvaða bakland væri til staðar ef illa færi.
En fólkið talaði sem sagt um að það væri sennilega ekki hægt að kenna einum eða neinum um þetta því allir eru viðriðnir á einhvern máta en þó væru það kannski stjórnvöld og seðlabankinn sem fólkið í Evrópu lítur á sem helstu sökudólgana og þá væri Davíð Oddson alveg sérkapituli. Annaðhvort væri hann orðinn galinn eða þetta væri allt saman úthugsað plott sem erfitt væri að koma auga á utanfrá en þó væru ótrúlega margar vísbendingar sem allar bentu í sömu átt hvort sem það er tilviljun eða ekki.

það er oft sagt þegar maður þreytir próf og er ekki alveg viss um svarið við einhverri spurningunni að það fyrsta sem manni dettur í hug sé akkúrat rétta svarið.

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði fréttirnar um Glitni og Seðlabankann var að nú hefði Davíð Oddson með bláu höndinni sinni náð sér niður á Jóni Ásgeiri. Enda fyrst það tókst ekki í réttrarsalnum þá varð að beita sterkari meðulum. Ekki að aðstoða bankann hans heldur hirða hann einfaldlega af honum...og almenningur... bara viðskiptavinir óvinarins... hyski og skríll.

Kannski var það ekki erfitt að ná ætlunarverkinu ef það var þá ætlunin frá upphafi. Það eina sem þurfti að gera var að gera ekki neitt og það skilaði fullkomnum árangri. Meira að segja Geir talaði um að aðgerðaleysið væri að skila fullkomnum árangri en enginn skildi hvað hann var að tala um á þeim tíma enda ekki von. Það átti enginn von á þessum ósköpum. Og það sem er verst er það að það þurfti varla að lyfta litla fingri til að fullkomna ætlunarverkið.
Enginn varagjaldeyrissjóður, ruglingslegar beiðnir sendar á helstu seðlabanka heimsins sem voru ekki teknar sem hjálparbeiðni, lánalínum stolið frá Glitni með einföldu hvísli um Emron Íslands, ekkert talað við ráðherra Samfylkingar vegna slæmrar stöðu bankanna og svo vegna aðstoðarbeiðni Glitnis fyrr en allt var afstaðið. Og svona mætti lengi telja ýmislegt smálegt sem var gert eða sem ekki var gert...

Svo meðan eignum óvinarins er skipt milli réttu aðilanna þyrlar bláa höndin upp allskonar moldviðri til að slá ryki í augu fjölmiðlafólks og almennings. Árni Matt talar við Breta á einhverri skandinavísku með enskum hreim og gerir þá kolbrjálaða, Davíð segir til öryggis á hreinni Íslensku að það sé meiningin að borga ekki skuldir óreiðumanna í útlöndum, 
hann þykist svo vita eitthvað ægilegt sem enginn má vita,
hann ætlar aftur í pólitík ef honum verður hent út....
...og svo mætti telja áfram.

Þetta er allt sagt og gert til að þyrla upp moldviðri á meðan réttu eignirnar fara á réttu staðina fyrir ekki neitt.
Hvað fékkst fyrir Glitni í Noregi eða Svíþjóð sem var metinn á 33 milljarða. Það var skrifað upp á sölu upp á 3 milljarða sem fást svo ekki einu sinni borgaðir vegna einhverrar greiðslu sem bankinn hafði milligöngu um. Þar fór 33 milljarða eign á réttan stað fyrir ekki krónu. Ég er viss um að litlu börnin okkar hefðu verið fegin að fá eitthvað aðeins meira upp í skuldirnar sem þau þurfa að borga fyrir herkostnað bláu handarinnar. Hvað á að gera við Moggann? Láta litlu börnin okkar borga 3milljarða af þeirra skuldum og selja flokksgæðingum blaðið á 1 milljarð. Svo er verið að segja upp fréttafólki á RÚV svo við fáum aldrei meiri fréttir af svínaríinu. 

Þetta er rosalegt ef satt er... en... Þetta er bara það fyrsta sem manni datt í hug. Og sennilega vegna þess sem á undan er gengið. Svona hugmyndir er hægt að fá þegar gamlir valdasjúkir pólitíkusar eru ráðnir í ábyrgðarstöður og það er ótrúlegt hvað púslin passa.

En svo er náttúrulega hinn möguleikinn og hann er sá að þetta sé ekki svona úthugsað plott til að ná eignunum af óvininum...
... en er það eitthvað betra fyrir ofangreinda aðila. Eru þeir þá ekki algjörlega óhæfir í þau störf og embætti sem þeir fengu sér. Þá erum við að tala um hinn möguleikann sem fólkið frá Evrópu talaði um...  Og hvort er þá betra að vera galinn eða galinn?


mbl.is Bókunin frá Össuri komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Hann er bara orðinn eitthvað undarlegur. Málar sig alltaf meira að meira út í horn. Ég held að það besta í stöðunni væri að hann hætti þessu öllu. Færi út Seðlabankanum og færi að skrifa bækur. Hann er bestur í því.

Anna Viðarsdóttir, 8.12.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1117

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

264 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband