Nýtt hlutverk...

Ein leiðin til að borga ICESAVE.

Einn Ráðherrann okkar gerði sig digran um daginn þegar tilkynnt var um olíulindir úti fyrir austurlandi og kallaði sig olíumálaráðherra. Margir sjá að þarna sé landinu borgið enda um gríðarlegar auðlindir að ræða. Ekki ætla ég að gera lítið úr þessum tíðindum en ég vil benda á leið sem er mun nærtækari. Heimsmarkaðsverð á olíu fer hratt lækkandi en verð á vatni fer hratt hækkandi. Ef við lítum á verð á þessum vörum út úr búð má lauslega áætla að vatnið komið á 0,5 lítra umbúðir sé um 5-10 sinnum verðmætara en flestar olíutengdar vörur.
Í ljósi þessa mæli ég með því að stofnuð verði átöppunarverksmiðja í eigu ríkisins sem selji vatn um allan heim í neytendaumbúðum og noti hagnaðinn til að borga icesave skuldirnar. Tilvalið væri að kalla afurðina Icewave. Upplagt væri að setja þessa verksmiðju upp í tónlistarhúsinu enda er það upphaflega byggt af þeim aðilum sem með icesave höfðu að gera og glerhjúpurinn myndi minna á afurðina sem yrði til innandyra. Breytingarnar á hlutverki hússins myndu vekja heimsathygli þannig að ekki þyrfti að kvíða því að afurðin fengi ekki umfjöllun. Við yrðum með mest auglýstasta vatn í heiminum fyrir minnsta peninginn og við yrðum einnig með flottustu vatnsverksmiðju í öllum heiminum.
Eftir sem áður yrði kannski smá pláss eftir fyrir tónlistina á efri hæðum þannig að ferðamenn gætu komið og skoðað flottustu vatnsverksmiðju heimsins og hlustað á fallega tónlist í leiðinni og auðvitað ætti að setja upp sýningu á upphaflegu áformunum og ástæðum þess að þau gengu ekki eftir.
Er einhver með betri hugmynd?


mbl.is Reynt að leysa mál Tónlistarhúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 659

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

94 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband