6.2.2009 | 13:46
Tilgangur Seðlabankans...
Verð að koma að ansi sniðugri hugmynd sem varðar tilgang Seðlabanka Íslands sem ég heyrði á ónefndri útvarpsstöð en hef ekki heyrt aftur þó hugmyndin sé afar góð og einkum þó í ljósi þess að hústökumenn þar fyrir innan dyr ætli að þráast við að yfirgefa bygginguna. Í ljósi þess að nafnið Seðlabanki er hvergi annarsstaðar notað í heiminum yfir þá stofnun sem fer með yfirstjórn bankamála þá ætti að stofna Þjóðarbankann eða Ríkisbankann. Því næst væri tilvalið að breyta núverandi Seðlabankabyggingu lítillega og væri sennilega hægt að framkvæma breytingarnar á innan við hálftíma með samstilltu átaki vaskra manna. Þarna erum við að tala um fangelsi enda veitir víst ekkert af eins og staða fangelsismála er um þessar mundir. Stjórnarráðið var upphaflega fangelsi þannig að í sögulegu samhengi er ekkert því til fyrirstöðu að breyta notkun þessara húsakynna okkar eftir því sem þurfa þykir. Nú svo er seðlabankabyggingin gríðarlega rammgerð og hentar því afar vel í nýja hlutverkið. Ýmsir myndu kannski segja að núverandi vistmenn ættu kannski hvergi að fara áður en breytingin yrði að veruleika og vissulega mætti finna mikið hagræði af því en ég ætla svo sem ekkert að dæma um það...
Yfirstjórn Seðlabanka gætti ekki hagsmuna þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 836
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.