Stærstu tækifæri Íslendingasagnanna.

Þessi agnarsmáu augnablik sem við lifum nú þessar vikurnar geyma að margra mati stærstu tækifæri Íslandssögunnar.

Við sem þjóð með sjálfstæða stjórn þurfum nú að breyta okkur úr kaupæðisþjóðfélagi yfir í framleiðslu og söluþjóðfélag enda undanfarin ranggengisár íslensku krónunnar búin að rústa fjárhag okkar í heild sinni.
Við þurfum að koma Íslenskum atvinnuvegum á það plan að boðlegt sé bæði  á innlendum sem alþjóðlegum vettvangi.

Landbúnaður.

Nú er tækifæri til að koma besta landbúnaði heims á blað. Skipta út tilbúnum áburði fyrir lífrænan og öðru sem til þarf og votta ALLT sem lífrænt ræktað. Einnig þarf að gera bændum kleyft að selja einhvern hluta afurðanna beint til neytandans. Það þarf að koma afurðunum á alþjóðlega markaði sem hágæðavöru með hámarks virðisauka í huga til hagsbóta fyrir alla Íslensku þjóðina.

Moldarkofahokur og draslverðlagning á hágæða afurðum ætti að tilheyra miðöldum.

Sjávarútvegur.

Nú þegar allir helstu bankar landsins er í ríkiseign gefst einstakt tækifæri á að afnema óréttlátt gjafakvótakerfi það sem viðgengist hefur hér á landi undanfarin ár.
Veiðigjald er nærtækasti arftakinn að mati undirritaðs. Veiðigjaldið legðist á afla upp úr sjó og núverandi kvótaeigendur ættu þá inneign sem gengi upp í veiðigjald komandi missera. Aflamarki yrði að stýra með ákveðið mörgum sóknardögum í mánuði. Togarar færu út fyrir 50 mílurnar með sín botnsnertandi og að margra mati botneyðileggjandi tól þar til þeir hafa verið úreldir. Handfæraveiðar stórefldar og tilbúnum kóröllum komið fyrir á gömlum togslóðum.

Votta fiskveiðar okkar sem sjálfbærar eftir alþjóðlegum stöðlum.

Samgöngur.

Rafmagni verði komið á allan ökutækjaflotann og samið við stóra bílaframleiðendur eins og til dæmis Toyota/Lexus um framleðslu á umhverfisvænum línum bílaframleiðslunnar.
Almenningssamgöngur verði stórbættar með heildarlausnum fyrir daglegar þarfir einstaklingana.

Aðkoma ríkis aukin í samgöngumálum sveitarfélaganna enda hefur mikil óþarfa gjaldeyrissóun verið viðloðandi þennan málaflokk undanfarna áratugi.

 

Eru fleiri með góðar hugmyndir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Menntamál

Kenna börnunum að fara vel með peninga, mat og allt sem snertir þeirra daglega líf. Byrja strax í skólunum og auðvitað á heimilium að hugsa allt til enda. Ekki bara það sem er að gerast í augnablikinu. Kenna þeim afleiðingar af aðgerðum sínum. Þá "búum" við til góða einstaklinga fyrir komandi ár. Einstaklinga sem stjórna landinu þegar að við erum orðin gömul.

Anna Viðarsdóttir, 20.11.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

233 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband