Færsluflokkur: Bloggar
9.1.2008 | 16:10
Mynd-band-Skoð-ana-könnu-n...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2008 | 11:19
Álfadísir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.12.2007 | 18:21
Áramótaávarp Bjögga bloggstjóra.
Góðir landsmenn nær og fjær. Nú á þessum tímamótum er nýtt ártal tekur við af því gamla þykir mörgum tilefni til að líta yfir farinn veg og eins huga að nánustu framtíð. Áramótaheit eru strengd og full tilhlökkunar senda flestir flugeldana á loft á miðnætti til að kveðja gamla árið og heilsa því nýja.
En ég segi flestir. Ekki eru allir fullir tilhlökkunar. Öryrkjar, aldraðir og sjúkir hafa enn einu sinni lent í leiðinda eineltismálum af hálfu stofnanafólks og nú á tímum síhækkandi vaxta og sílækkandi hlutabréfaverðs eru fjármál heimilanna í mörgum tilfellum hangandi á bláþræði og ekki má mikið út af bregða til að sá bláþráður bresti og heilu fjölskyldurnar steypist í dý skuldafensins.
Fyrir nokkru síðan buðu ónefndar peningastofnanir nánast vaxtalaus lán fyrir allt að 100% af kaupverði íbúðarhúsnæðis og skipti þá litlu hvort kaupverðið var í takti við brunabótamat eða almennt markaðsverð. Fasteignaverð rauk upp og margfaldaðist á nokkrum misserum og verðbólgan bíður nú handan við hornið eftir seinustu mjólkurkrónu almúgamannsins.
Einnig hafa sömu ónefndu peningastofnanir boðið upp á lán til kaupa á hlutabréfum og þá með veði í hlutabréfunum sjálfum sem ruku upp í verði líkt og húsnæðið. Ekki hefur verið framið neitt ólöglegt athæfu með þessum gjörningum peningastofnananna en hvað skeður nú þegar hlutabréfin lækka í verði? Lánadrottnarnir sýna sitt rétta andlit og koma með kröfur, þeir hækka vexti, minnka lánshlutfall og setja upp vígtennurnar. Ég undirritaður hef svo sem aldrei tekið þátt í hlutabréfabraskinu og vorkenni lítið þeim sem tapa á hlutabréfum nema kannski þeim sem tapa aleigunni.
Ég vinn mína vinnu með berum höndum og er oft hugsað til milljarðastrákanna. Hef stundum reiknað launin mín í milljörðum og finnst ótrúlegt hvað koma mörg núll á eftir 0,00 -inu. Þeir voru heppnir. Þessir tímar koma aldrei aftur. Ég ætla að halda mig á sömu braut. Nú þegar ekki er lengur sjálfgefið að græða má á tá og fingri á hlutabréfaeign hlýtur fólk að fara að snúa sér að áþreifanlegum hlutum. Kennsla og hversskonar umönnun ungra og aldraðra einstaklinga þjóðfélagsins okkar verður að vera metin að verðleikum ef ekki á illa að fara fyrir okkur sem siðmenntaðri menntaþjóð. Gott væri ef gengi krónunnar væri leiðrétt þannig að innlendir framleiðendur hefðu sjens á móti innfluttu góssi niðurgreiddu með snarvitlausu gengi krónunnar okkar.
Mikilvæg verkefni bíða komandi ríkisstjórnar.
En snúum okkur að léttara hjali.
Íslenska þjóðin hefur gríðarlega möguleika í orkumálum og gæti ef rétt er haldið á spöðunum eignast marga orkufursta eins og olíuþjóðirnar eru með olíufursta. Runnið er upp ljós yfir möguleikunum hjá hagsmunapoturum þjóðarinnar með tilheyrandi brambolti og stutt er í að erlendir peningamenn sæki hingað í stórum stíl með sama áframhaldi. Nauðsynlegt er að setja skýrar leikreglur.
Húsbyggingariðnaðurinn stendur í þvílíkum blóma og með sama áframhaldi verða Íslendingar orðnir milljón innan tíu ára. Aldrei hefur verið eins mikilvægt að hafa Íslenskukennslu í föstum skorðum og ætti að skylda innflytjendur í að læra Íslendingasögurnar spjaldanna á milli að auki. Mikilvægt er að læra af mistökum annarra þjóða og láta af þeim ósið að apa allt eftir nágrannaþjóðum okkar þremur árum eftir að þær hafa skipt um skoðun. Við getum haft frumkvæði.
Og svo er eitt sem ég hef aldrei skilið. Hverjum datt í hug að bjóða útlendingum upp á sólarlandaferðir til Íslands og hafa þá ferðamannatímabilið 3-4 mánuði af 12? Ég bara spyr. Af hverju ekki að bjóða upp á snjó og ísferðalög í miklu miklu meiri mæli og hafa frekar rólegheit í ferðamannabransanum á sumrin? Ég keyrði í gegn um miðbæ Reykjavíkur á jóladag og sá eitt par að taka myndir í þessum frábæra ómetanlega jólasnjó. Ég hefði viljað sjá heilu breiðurnar af erlendum ferðamönnum sem væru jafnvel að sjá snjó í fyrsta sinn.
Væri ekki hægt að upplýsa heiminn um það hvað snjórinn okkar gerir kvenfólk fallegt og karlmenn karlmannlega?
Hef þetta ekki lengra að þessu sinni. Ég gæti eitt mörgum vel völdum orðum í alþingi sem hafði ekki áhuga á þeim tittlingaskít sem var klipinn af lífeyrisþegum nú rétt fyrir jólin, ríkisstjórnina sem náði markmiði sínu á fyrsta degi, þökk sé nýja eftirlaunakerfinu, blýantsnagara sem ofsækir viðskiptavini ónefndrar verslunarkeðju með vaxtahækkunum á vaxtahækkanir ofan en ég sleppi því í þetta skiptið.
Annars bara, takk fyrir skemmtilegt ár og hafið góðar stundir á nýju ári.
Kveðja, Björgvin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2007 | 05:34
Bíll til sölu! Kostar eina tölu!
Já, flotti Subaruinn minn er falur fyrir eina tölu. Talan er litlir 0,0003 milljarðar.
Um er að ræða afmælisútgáfu af Subaru Impresa wagon með spoilera, dráttarkrók, rafmagn í öllu, að sjálfsögðu sídrif á öllum og ný nagladekk ásamt sumardekkjum. Árgerðin er aukaatriði því bíllinn er eins og nýr utan sem innan og verðið er aðeins tíundi hluti af verðinu á nýjum Subaru. En þetta eintak gerir nákvæmlega það sama og nýr bíll nema hvað hann fellur aldrei meira í verði en 285.000 krónur, því þú færð 15.000 fyrir hræið þegar þú hendir honum eftir 10-15 ár.
Síminn er 845-9281
Fyrstur á staðinn með seðlana eða hlutabréfin,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2007 | 02:24
Æðislegar jólagjafir.


Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2007 | 20:59
Jólasveinninn kom með pakka.




Bloggar | Breytt 25.12.2007 kl. 02:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2007 | 19:30
Minns fékk kartöflu í nótt.
Berglind og Arnar voru mjög, mjög óþekk að fara að sofa í gærkvöldi og fengu bæði kartöflur frá jólasveinunum. Í morgun þóttist Arnar ekkert vita hvað þetta væri en sýndi svo mömmu sinni kartöfluna með orðunum. " Mamma sjáðu, hún er ekkert mjög ónýt." Ég ætla að hjálpa þeim að skrifa bréf til þeirra í kvöld og skamma þá fyrir þetta. Berglind var nýbúin að fá þvílíkt flottar einkunnir úr samræmdu prófunum og Arnar var bara hræddur í herberginu sínu þannig að þetta eru nú ekkert mjög slæm börn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2007 | 20:31
MÁNABLOGG 2
Minns pantaði að fá að gera stafi í tölvunni. Hér er afraksturinn og ein 3ára mynd og ein splunkuný mynd fylgja með.
AAAAAAAAAAAAAAAAAA BBBBBBBBBBBBB ZZZZZZZZZZZZ ZZZZZZZZZZZZ QQQQQQQQQQQQQQQQ TTTTTTTTTTTTTTTTTTTTT TTTTTT SESSSSSSSSSSSSSS SSSSSSSSSSSSSSSSS SSSSSSSSSSSSSS ÞÞÞÞÞÞÞÞÞÞÞÞÞÞÞÞÞÞ ÞÞÞÞÞÞÞÞÞÞÞQAAAAA AAAAAAAAAAAAAAAA AAAAAAAAAAAAAAAA AAAAAAAAAAAAAAAA AAAAAAAAAAAAAAA AAAAAAAAAAAAA AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA AAAAAAAASWD LLLLLLLLLLLÆÆÆÆÆÆÆÆÆ ÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆ 88888888888888888888888 888888888888888888888 888888888888888 AAAAAAAAAAAAAAAAA AAAAAAAAAAA VVVVVVVVV VVVVVVVVVVVVVVVV VVVVVV VVVVVVVVV VVVVVVVVVVVV VVVVVVVVVVV AAAA AAAAAAAAAAAAA AAAAAAAA AAAAAAAA AAAAAAAAA AAAAAAAA AAAAAA AAAAAAAAAAA AAAAAAAAA MMMMMM MMMMMMMMMMMMM MMMMMMMMMMMM MMMMMMMMMMM MMMMMMMMMMM MMMMMM MMMMMMMMMM MMMMMMMM MMMMMMM MMMMMM ZZZZZZZ ZZZZZZZZZZ ZZZZZZZZZZZZZZZZ ZZZZZZZZZZZZZZZ ZZZZZZZZZZZZZ ZZZZZZZZZZZZZZZZZZ ZZZZZZZZZZ ZZZZZZ ZZZZZZZ ZZZZZZZ ZZZZZZZZZ SSSSSSSSSSSSSS SSSSSSSSSSSSSS SSSSSSSSSSSSSS SSSSSSSSSS SSSSSSSSSSSSSSS SSSSSSSSSS SSSSSSSSSS SSSSSSSSSSSS SSSSSSSSSS SSSSSSSS SSSSSSSSSS BBBBBBBBBB BBBBBBBBB BBB BBBBBTTTTTTTTTTTTTTTTTTTT
Bloggar | Breytt 20.12.2007 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.12.2007 | 20:10
Lítill snillingur.



Bloggar | Breytt 25.12.2007 kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.12.2007 | 16:14
Eitt á dag.
Þá eru tveir jólasveinar komnir til byggða. Ég útskýrði fyrir Arnari að börn sem eru þæg fá eitthvað fallegt í skóinn frá jólasveinunum en hin sem eru óþæg fá ónýta kartöflu. Við fundum góðan skó og settum hann í sameiningu út í gluggann hans. Þegar skórinn var kominn á sinn stað leit Arnar spurnar augum á pabba sinn og sagði: " En hvar fáum við ónýta kartöflu ?"
Arnar fékk svaka flottan Slökkviliðsbíl í skóinn. Hann er úr timbri og jólasveinarnir hafa örugglega smíðað hann sjálfir í jólasveinahellinum. Það var fullt af nammi í honum og Arnar sýndi mér eitt pínulítið súkkulaðistykki og tilkynnti að það mætti bara borða eitt á dag. Um leið og hann var búinn með súkkulaðistykkið tók hann það næsta, opnaði það og sagði strangur að það mætti bara borða eitt svona á dag. Svona kláraði hann þessi fimm pínulitlu súkkulaðistykki á stuttum tíma en það var alveg á hreinu að það mátti bara fá eitt á dag. Þar sem hann fann þetta upp hjá sjálfum sér var ég ekkert að skammast í honum en sennilega hefur eitthvað ruglast saman hjá honum reglan með jóladagatalið en þar má alveg örugglega bara fá eitt súkkulaðistykki á dag.
Bloggar | Breytt 20.12.2007 kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 1658
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar