Færsluflokkur: Bloggar
13.12.2007 | 15:44
Þykjustinnireiði?

Bloggar | Breytt 20.12.2007 kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2007 | 16:38
Ónýtir bílar- slasað fólk. Rándýr rannsókn.

Niðurstöður þessarar rándýru rannsóknar voru sláandi en koma í sjálfu sér ekki á óvart.
Í flestum tilfellum komu við sögu bílstjórar sem voru ekki að nota möguleika augnanna!!
Það eru nokkur atriði sem þarf að athuga með augunum bæði við akstur og áður en sest er undir stýri en ég reikna með að allir með bílpróf eigi að vita hvaða atriði er átt við.
Það eru margvíslegar ástæður fyrir því að augun eru ekki notuð við aksturinn. Meðal annars:
Verið er að nota þau til einhvers annars en aksturs t.d. stilla útvarp, senda SMS, glápa út í loftið, horfa á farþegana, syfja, þreyta og margt fleira.
Vegna svokallaðs tregðulögmáls tekur ekki nema örfáar sek. eða sek. brot að missa bíl út af viðeigandi aksturssvæði ef bíllinn fær að ráða sjálfur og þeim mun styttri tíma eftir því sem hraðinn er meiri.
Afleiðingarnar geta verið margvíslegar og fara eftir aðstæðum en þær helstu eru: Smá sviti, Dauði, lömun, örkuml, beinbrot, lífstíðarverkir, eignatjón, síhækkandi tryggingaiðgjöld.
Er niðurstaða þessarar rándýru Bandarísku rannsóknar peninganna virði, er ástæðan svona hrikalega einföld eða er þetta þvæla?
Hvað með t.d. vanmat/ofmat, ásetning, heimsku, tillitsleysi?
Hvað finnst ykkur?
Bloggar | Breytt 20.12.2007 kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2007 | 23:04
Umferðarárásir. Við eftirlifendur ættum að...
Árásir á saklaust fólk sem deyr, örkumlast eða slasast í kjölfarið er daglegt brauð í umferðinni okkar.
Í New York voru notaðar venjulegar flugvélar til að drepa, örkumla og slasa saklaust fólk í 9/11 árásunum.
Á Íslandi eru notaðir venjulegir bílar... daglega.
Í hverri viku bjóða tryggingafélögin upp 40-50 laskaða eða ónýta bíla eftir ósköpin fyrir utan þá bíla sem fara í viðgerð. Hægt er að sjá myndir á netinu. Sjá slóðir neðst.
Mörg þúsund manns eru á sjúkrahúsum í endurhæfingu á stofnunum eða heima hjá sér örkumlaðir fyrir lífstíð. Ekki er boðið upp á kerfisbundnar myndbirtingar af fórnalömbunum á netinu líkt og af bílflökunum en hægt að sjá eina svæsna á slóð neðst:
Árásirnar í New York voru skilgreindar sem hryðjuverk en árásirnar hér í umferðinni okkar eru skilgreind sem slys.
Kannski er stigsmunur á þessu en áhrifin á eftirlifandi og ættingja fórnarlambanna eru þau sömu.
Ég mæli með því að við eftirlifendur hættum að tala um slys þar sem ölvun, fíkniefni og of hraður akstur miðað við aðstæður koma við sögu örkumlunar og dauða í umferðinni.
Ég mæli með því að við eftirlifendur komi því á að þeir sem verða uppvísir að alvarlegum umerðarlagabrotum verði fyrirvaralaust fangelsaðir heima hjá sér í 1 viku í viðbót við sektargreiðslur og ökuleyfissviptingu. Fólk þarf þá að útskýra fjarveru sína frá vinnu og annarsstaðar í stað þess að laumast til að borga sektina og/eða keyra próflaust eins og ekkert hafi í skorist.
Ég mæli með því að við eftirlifendur tilkynnum lögreglu samstundis um allan athugaverðan akstur. Flestir eru með GSM síma og einfaldlega þarf að hringja í 112, segja þeim lauslega erindið eða biðja um umferðardeild lögreglunnar. Mjög gott er að vera með númer bifreiðarinnar sem tilkynnt er um og lit hennar og gott ef tegund er þekkt og sirka hvert henni er ekið. það er miklu meira um ölvunar-, lyfja-, fíkniefna-, og hraðakstur en tölur lögreglunnar segja til um.
Ég mæli með því að við eftirlifendur notum bílbeltin. Ég keyrði framhjá vettvangi slyss/árásar seinustu helgi þar sem alblóðugur farþegi hafði brotið framrúðuna með andlitinu. Stúlkan hafði ekki verið í bílbelti. Gæti trúað að mar og jafnvel rifbeinsbrot eftir bílbeltið sé mun þægilegri afleiðing.
Í mjög stuttu máli:
Steinunn Valdís ætti að lýsa eftir nýju nafni á umferðar- slys/-árásir.
Brotlegir verði settir tafarlaust í stofufangelsi.
Vegfarendur hringi strax í 112.
Nota bílbeltin.
Slóðir þar sem hægt er að sjá vikuskammt af löskuðum bílum sem tryggingafélögin vilja ekki setja í viðgerð:
http://www.tryggingamidstodin.is/tjon/utbod/#seldirbilar
http://utbod.vis.is/auction/LastAuctions.aspx
http://www.bilauppbod.is/
Afleiðing umferðarárásar/slyss:
http://www.gydabjork.blog.is/blog/gydabjork/entry/382954/
Bloggar | Breytt 6.12.2007 kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2007 | 20:01
Arnar sjarmör.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2007 | 16:40
Vísindaskáldsagan. Kafli 3. Gargið mikla.
Dularfulli frumuklasinn hrökk í kút. Hann skannaði eiganda gargsins með leifturhraða og googlaði í gegn um hottspottið. Hann fékk ógnvænlegar upplýsingar eftir örskot: " Skúmur er stæðilegur fugl og kröftugur, hann er náskyldur kjóa en svipar þó að mörgu leyti frekar til stórra máfa. Skúmur dregur nafn sitt sennilega af dökkum fjaðrahamnum Þessi stóri, dökki og sterki fugl er æði ógnvekjandi þegar hann gerir flugárásir á óboðna gesti í grennd við hreiður sitt, en fáir fuglar verja varplönd sín af jafnmiklu harðfylgi og skúmurinn. Eftir slíkar viðureignir hafa margir átt um sárt að binda. Skúmurinn verpir í dreifðum byggðum á sjávarsöndum og grónum eyrum jökuláa. Vörp finnast í öllum landshlutum nema á Vesturlandi og Vestfjörðum. Flest paranna, sem eru 5000-6000 hér á landi, verpa á söndunum í Öræfum. Varp hefst seinni hlutann í maí og eru eggin oftast tvö. Þegar sumri hallar hverfa skúmarnir til hafs og sjást síðan lítið hér við land fyrr en í marsmánuði. Skúmur er úrræðagóð veiðikló sem nýtir sér fjölbreytta fæðu, stundum má t.d. sjá þá veiða fullhrausta fýla eða lunda, þó uppistaðan í fæðu skúma sé vafalítið sjávarfang af ýmsu tagi. Hér á landi er hann nú alfriðaður. " Besvítans helv... er alfriðað. "Hvað ertu að spá félagi..." loggaði frumuklasinn yfir í skúminn. " ...þú átt að vera farinn til hafs." Hugsanaský myndaðist nú yfir höfði skúmsins og frumuklasinn horfði á sér til skelfingar þegar stórt" ÉG ER SVANGUR" myndaðist..... ....ammmm heyrðist þegar skúmurinn kyngdi nýfundnu lostætinu. "Dj...er dimmt hérna!" hrópaði frumuklasinn í angist sinni! Hann skipti yfir í innrautt. "RAUÐHETTA OG AMMA!!!! hvað eruð þið að gera hér???" Fylgist með.... ... hvað eru Rauðhetta og Amma hennar að plotta. Er kannski úlfurinn þarna líka???
Bloggar | Breytt 25.1.2019 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.11.2007 | 23:22
Vegtollar á Íslandi.
![]() |
Hraðakstur á Eiðsgranda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.11.2007 | 13:59
Hættum þá við myntbreytinguna...
![]() |
Almennar launahækkanir ekki réttlætanlegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2007 | 12:54
Einungis ein leið fær út úr ógöngunum...
![]() |
Vilja endurskoðun verðbólgumarkmiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2007 | 18:51
Skellisníkir...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2007 | 18:06
Í tilefni af brúðkaupi aldarinnar... Lengsta hugsanlega vegalengd.
Mbl.is virðist ekkert ætla að skrifa um brúðkaup aldarinnar...???
En mér datt í hug speki sem var gaukað að mér um daginn þegar ég las fréttina um brúðkaupið inná visir.is
Hún hljóðar þannig að mesta hugsanlega fjarlægð sem hægt er að hugsa sér í þessu jarðríki er vegalengdin á milli góðrar konu og slæmrar konu.
Sel það ekki dýrar en ég keypti það en hvað ætli það sé mikið til í þessu?
Lumar ekki einhver á sögu um annaðhvort góða eða slæma konu?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 1658
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar