Bráðamóttaka barna. Flott viðbrögð við ábendingu.

Fékk dularfullan tölvupóst frá Landlækni þar sem ég var beðinn um heimilisfang. Datt í hug að nú væri bláa höndin eða eitthvað að toga í spotta en ég ákvað að láta tilleiðast og sendi þeim heimilisfangið:-)

Tveimur dögum seinna barst mér þykk sending merkt Landlækni.

Þannig er mál með vöxtum að í lok ágúst fékk sonur minn barkabólgu um miðja nótt og hóstaði víst það svakalega að móðir hans ákvað að fara með hann beina leið til læknis. Seinasta vor fór hún með hann á nýja deild Landsspípalans sem nefnist Bráðamóttaka barna  vegna slæms astma sem hann fékk þá og ákvað að fara á sama stað núna því það er frábært starfsfólk þarna og þjónustan einstök að öllum öðrum ólöstuðum. Hún kom hins vegar að lokuðum dyrum með barnið. það fannst ekki inngönguleið fyrr en búið var að hringja þrisvar í 112. Fyrst þegar hún var á leiðinni með barnið til að láta vita af komu sinni og svo tvisvar eftir að komið var á staðinn. Ég mætti henni á hlaupum á bílaplaninu þegar ég kom akandi að barnadeildinni. Í ljós kom að inngönguhurð deildarinnar er lokuð á miðnætti og fólki bent á næturinngang Eiríksgötumegin hjá vaktmönnum. Engar leiðbeiningar eru hinsvegar um það hvar Eiríksgatan er nema á götuskiltum á sitthvorum enda Eiríksgötunnar og því frekar erfitt að átta sig á í hvaða átt maður á helst að hlaupa með barnið sitt ef maður gerþekkir ekki þessa annars ágæta byggingu. Eins virðist sem 112 hafi ekki allar upplýsingar um aðstæður þarna. Þess má geta að þessi umræddi næturinngangur "Eiríksgötumegin" snýr í raun og veru út að Gömlu Hringbraut og er ágæt akstursleið þaðan beint að umræddum inngangi.  

Þetta fór allt saman vel því meðferð við barkabólgu er m.a. að vera úti í köldu lofti og drengurinn komst að lokum inn á deild en þetta voru frekar erfiðar auka mínútur úti á bílaplani. Ég bíð ekki í það ef eitthvað annað hefði verið að.

Ég sem sagt sendi Landlækni tölvupóst og lýsti aðstæðum þarna og hann var að þakka mér fyrir ábendinguna og lýsa því sem á að breyta í kjölfarið. Það sem sagt á að setja upp dyrasíma, myndavélar og opna inn í anddyrið þannig að  fólk sem kemur eftir miðnætti þarf ekki lengur að finna inngang tæpan kílómeter hinumegin í þar næsta húsi. VIL ÞÓ BENDA Á AÐ EKKI ER BÚIÐ AÐ FRAMKVÆMA ÞESSAR BREYTINGAR ÞEGAR ÞETTA ER SKRIFAÐ og eins mæli ég persónulega með næturlækninum í síma 1770 og þeirra þjónustu í tilvikum sem þessum.

Litli maðurinn hefur greinilega smá áhrif. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

220 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband