24.8.2008 | 17:23
Alltaf þrjár stórar sem farast?
Hafa fleiri tekið eftir því að það er eins og það farist alltaf 3 farþegavélar á stuttum tíma og svo kemur hlé á milli. Samkvæmt þeirri kenningu ætti ein farþegaþota að farast í næstu viku áður en hlé verður aftur á þessu. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.
71 fórst í flugslysi í Kírgistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 836
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
oh já.....það fara alltaf 3.......vonandi sleppur það núna
Hólmdís Hjartardóttir, 24.8.2008 kl. 17:28
ég vona að þú hafir rangt fyrir þér, ég er nefnilega að fara að fljúga í næstu viku.
arngrímur (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 17:54
Ég myndi nú ekki kalla þessar vélar "stórar" "En allt er þegar þrennt er" segir máltækið. En merkilegt hvað mogginn er duglegur við að færa okkur fréttir af flugslysum, það má ekki farast nokkurt loftfar án þess að mogginn slái því upp. Ætli þeir séu sérstakir flugslysaáhugamenn þarna á mogganum?
Bjössi (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 18:29
Já þú hefur rangt fyrir þér. Tóm drulla og vitleysa.
Jónas Arnars (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 18:59
Bjössi. Þetta eru stórar fréttir á heimsvísu. Ekki bara tilbúningur morgunblaðsins eða gúrkuefni. Ef menn skoða heimsfréttirnar á öðrum miðlum má sjá umfjöllun um þetta þar líka.
Það eru því miður mun fleiri á sama máli og þú Björgvin, að samkvæmt reynslunni verði eitt stórt flugslys núna á næstunni. Þó sá ég einhverstaðar pælingar um hvort þetta væri það þriðja í þeim skilningi þar sem það fórst vél í Kólumbíu fyrir nokkru síðan. Þetta er allt afskaplega sorglegt að mínu mati þar sem flugsamgöngur eins og við þekkjum þær eiga að heita öruggustu almenningssamgöngur sem kostur er á í dag.
kristinn (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 19:11
"Þriðja" vélin farin.
http://www.visir.is/article/20080824/FRETTIR02/101943970
Vonandi verður bara langt hlé á flugslysum núna...
Björgvin Kristinsson, 24.8.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.