Umferðarstíflur-Skýring

Hefur einhver tekið eftir því hvað umferðin jókst gríðarlega í gærmorgun og núna í morgun. Ballið byrjaði rétt aðeins í kringum 20. ágúst þegar skólarnir byrjuðu en núna eftir mánaðarmótin fimmfaldaðist bílafjöldinn. Ég þurfti að fara til Hafnarfjarðar í gærmorgun og vera kominn á Lindargötuna í Reyjavík klukkutíma seinna sem ætti að vera leikur einn. Ég lenti í umferðarteppu dauðans á leiðinni í bæinn og þó var klukkan 08.15 þegar ég var á ferðinni. Ég kom hálftíma of seint á Lindargötuna. Í morgun fór ég upp á Kjalarnes og þurfti að vera kominn fyrir klukkan 08.10 á Háteigsveginn. Ég var klukkan 07.20 á Kjalarnesinu en á leiðinni í bæinn var mikil umferð og alveg samfelld röð úr Mosfellsbænum sem gekk hænufetið. Ég var kominn 08.05 á Háteigsveginn en var með áhyggjur af því að ég yrði kominn 07.50 eða eitthvað álíka og þá hefði farþeginn þurft að dúsa allt of lengi fyrir utan hús. Þær áhyggjur reyndust óþarfar.

Skýringin á þessari gríðarlegu umferð er sennilega sú að fullt af allskonar fólki komst loksins út á bensínstöð eftir útborgun þann 1. og keypti smá bensínlögg á bílinn þegar það var búið að borga hluta af síhækkandi reikningum mánaðarins.

Þetta bensín klárast um 10. þessa mánaðar og verður þá aftur greiðfært um götur borgarinnar milli 7.30 og 9.00 á morgnanna.

Ef ég hef rangt fyrir mér erum við í dj... sk....

 

 

Myndin tengist ekki höfuðborgarsvæði Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

228 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband