14.7.2008 | 21:30
Hvað með pennastrikið...
...1 EVRA=100 Ísl. krónur? Væri okkur ekki nákvæmlega sama þó Suður Súdan tengdi gjaldmiðilinn sinn við Ísl. krónu? Af hverju þarf að fá leyfi hjá Brussel? ...spyr sá sem ekki veit?
Myntsamstarfsleið ekki fær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2008 | 14:07
ARNARS MÁNA-BLOGG
ABGA LEIFTUR
Bloggar | Breytt 14.7.2008 kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.7.2008 | 13:58
Benzínbrask.
Það þýðir víst ekkert að æsa sig út af benzínverðinu. Það er búið að hækka aftur á mörkuðum erlendis. Ég ætla að vera fyrsti maðurinn til að kaupa Toyota Prius diesel-tengitvinnbíl. Þeir hljóta að koma eftir tvö ár þegar tengitvinnbílarnir koma frá þeim. Það ætti kannski að kalla þá þrenndarbíla? Er ekki innstungan vatnsorka? ....allavegana hér á Íslandi?
Bloggar | Breytt 14.7.2008 kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 20:56
Var að koma af Esjunni....
Lofaði því einhverntíman um daginn að fara á Esjuna á hverju fimmtudagskvöldi héðan í frá. Fékk áðan símtal um að Berglind Eva (10 ára) væri týnd í strætó og það væru komnir tæpir tveir tímar síðan hún lagði af stað í Mosó en hefði ekki skilað sér. Ég var staddur við Ártún bara vitlausu megin en sá að það voru þrír vagnar staddir þarna og 15 gæti hugsanlega verið einn þeirra. Ég ákvað að reyna að sjá inn í vagninn sem stefndi á Mosó og náði honum undir Úlfarsfelli. Það fyrsta sem ég sé í vagninum er sú týnda og hringdi ég umsvifalaust í móðirina sem var lögð af stað í örvæntingu, enda nýbúin að fá símtal frá stjórnstöð Strætó um að barnið væri hvergi að finna í þeirra vögnum. Fussum svei, hvers konar er þetta með þetta batterý.
Jæja ég er kominn hálfa leið upp að Esju og ákveð að halda bara áfram og klífa fjallið í hvelli. Í stuttu máli sagt komst ég upp í 14þús feta hæð en ákvað að snúa þar við enda bara í vinnufötunum síðan í dag og ekki með neina myndavél. Næst fer ég með réttu græjurnar og kannski tek ég upp gönguna svona fyrir þá sem heima sitja... en núna þarf að skammast í strætó enda eitthvað að á þeim bænum svona frá mínum bæjardyrum séð...
...eða er það eðlilegt að fyrst kemur leið 15 of snemma m.v. net uppl. næsti vagnstjóri á 15 brunar framhjá hálftíma síðar án þess að svo mikið sem líta á stoppistöðina sem var full af fólki. því næst kemur leið 6 og spyr þá móðirin sem fylgdi stelpunni hvort 15 eigi ekki að stoppa þarna. Jú en ég hitti hann í Ártúni. Vagnstjórinn lofaði að hjálpa henni yfir í 15 enda stúlkan í fyrsta sinn ein í strætó. þetta klikkar og stelpan fer nokkra hringi með vagninum sem er greinilega kallaður upp því að lokum spyr farþegi hana hvort hún sé stelpan sem sé á leiðinni upp í Mosó. Farþeginn hjálpaði henni síðan yfir í réttan vagn???
Bloggar | Breytt 11.7.2008 kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.7.2008 | 20:25
Eru íslendingar kvartvitar, þriðjungsvitar eða hálfvitar???
Þessi fyrirsögn er kannski svolítið sláandi en mér finnst bara frekar sláandi að horfa upp á fréttir og fréttaleysi þessa dagana.
Sá á CNN í gærkvöldi að olían hafði lækkað um heila 5 dollara og reiknaði lauslega í huganum að þetta samsvaraði ca. 8 krónu lækkun á bensínlítranum. Í hádeginu í dag hafði verðið ekkert breyst hjá N1. Engar fréttir voru í útvarpi um þessa verðlækkun erlendis en forstjóri F.Í.B. sagði þó í viðtali að það væri met álagning á eldsneyti þessa dagana en olíufélögin gefa sem skýringu að það sé svo mikill fjármagnskostnaður að það væri ekki hægt að lækka bensínverðið á Íslandi... hvernig væri að fara að skoða tölvupóstinn sem allir íslendingar fengu um daginn og hætta að versla hjá stærstu olíufélögunum? Það var nóg af fólki að kaupa bensín hjá öllum félögunum í dag þannig að hvatinn til lækkunar er enginn... ekki frekar en hvatinn til lækkunar stýrivaxta Seðlabankans.
Innheimtulögfræðingur Seðlabankans virðist bara leika lausum hala og hamast óáreittur við að koma af stað verðbólgunni með hæstu stýrivöxtum í heimi... og enginn getur gert neitt...
Og hvernig stendur á þessu sem virðast vera ofsóknir á bágstadda og þá sem aðstoða bágstadda?
Baugur lækkaði matvælaverð til almennings um helming og hvað skeði?
Hvernig hefur verið farið með öryrkja, aldraða og sjúka. Þeir eru hýrudregnir og látnir húka á biðheimilum og biðlistum fram í rauðan dauðann!!!
Keníamaðurinn vann við hjálparstörf og hvað skeði? ...honum var sparkað öfugum úr landi um miðja nótt frá nýfæddum syni og eiginkonu.
Svona má því miður halda áfram.
Og hvar eru aðgerðir í gangi vegna hækkaðs olíuverðs?
Það er verið að semja við einhverja um einhverjar fjölorkustöðvar einhvertíman, einhversstaðar og svo er sett rándýr sovíet-akrein á miklubrautina fyrir tóma strætóa og tóma Taxa.
Það er búið að dæma kvótakerfið ólöglegt en enginn segir eða gerir neitt.
Vísa bara hér með aftur á fyrirsögnina....
...prentið út og lesið minnst 10 sinnum á dag þar til niðurstaða við spurningunni er fengin.
Bloggar | Breytt 11.7.2008 kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2008 | 15:40
Gengið á Esjuna...
Er búinn að ákveða að ganga á Esjuna öll fimmtudagskvöld héðan í frá. Ætli þetta sé ekki bara eins og að drekka vatn í gegnum nefið þó maður hafi ekki gengið neitt í 20 ár?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.7.2008 | 15:06
Ókeypis samgöngulausn...
Sá út undan mér einhverja umræðu um léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu og eins var verið að tala um hverfisvagn í vesturbænum minnir mig.
Þar sem ég er á akstri eftir Hringbrautinni í morgun sá ég allt í einu snilldina í þessu. Léttlestir sem ganga austur/vestur Allt frá Hringbraut-Miklubraut-Vesturlandsveg upp í Mosfellsbæ og til baka og annað "spor" sem færi suður/norður frá BSÍ(nýju samgöngumiðstöðinni) og alla leið til flugstöðvar Leifs Eiríkssonar með stoppi í Kópavogi-Garðabæ-Hafnarfirði-Vogum. Þannig væru öll sveitarfélögin tengd einföldu neti léttlesta.
Hverfisvagnar eða aðrar lausnir t.d. vistvænir leigubílar myndu síðan skila farþegum að/frá brautarstöðvum léttlestanna með viðkomu við verslanir, skóla og leikskóla hverfisins. Þannig gæti venjulegt vinnandi fjölskyldufólk með börn notað almennigssamgöngur til að komast til/frá vinnu með viðkomu á leikskólanum.
Það er kominn tími til að sýna umheiminum hvernig er hægt að losna við rándýra og eyðileggjandi olíuna og nota okkar eigin ómældu hreinu orkulindir auk þess sem vistvænt almennigssamgöngukerfi sem er sniðið að þörfum fjölskyldufólks sparaði ómældan gjaldeyri og þar með lækkun stýrivaxta Seðlabankans ef ég hef tekið rétt eftir.
Það er hægt að byrja á þessu strax eftir þennan lestur með því að nýta núverandi vagna strætó í lestarleiðirnar og núverandi leigubílaflota í hverfislausnirnar. Síðan væri skipt yfir í rafmagnslestir og vistvæna bíla eftir hentugleika.
Þetta er mál sem þolir enga bið og skora ég á ráðamenn þjóðarinnar að koma þessu sem fyrst í gang. Að sjálfsögðu á Ríkið að koma að þessum málum enda um þjóðþrifamál að ræða að losa borgara þessa lands undan oki olíudýrtíðar og gera Ísland aftur að hreinasta landi í heiminum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2008 | 01:06
Löghlýðnu ljóskurnar...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2008 | 22:30
Hot spring river this car?
Bloggar | Breytt 30.6.2008 kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2008 | 20:02
Ljóskubrandari...
Einu sinn voru kani, rússi og LJÓSKA að tala saman...
Í miðju samtali sagði kaninn þá: við kanarnir vorum nú fyrstir til að fara til tunglsins!
Þá sagði rússinn: við rússarnir vorum nú fyrstir til að koma á mars!
Þá sagði ljóskan. Þetta er nú ekkert merkilegt, við ljóskurnar ætlum að vera fyrstar til að fara til sólarinnar!!!
HA sögðu þá kaninn og rússinn saman í kór ??????.
Þið eigið eftir að brenna!
(Mjög hissa) ohhhhhhhhhhhhhhhhh, sagði ljóskan þá!!! við förum auðvitað um nóttina!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Bloggar | Breytt 26.6.2008 kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar