Vinur Hafnarfjarðar...

Keðjusögin

 

Hafnfirðingur gengur inn í BYKO í Hafnarfirði og gefur sig á tal við afgreiðslumann.

Hann biður um öfluga keðjusög sem ráði við að fella 6 tré á einum klukkutíma.

Afgreiðslumaðurinn sýnir honum úrvalið og mælir síðan með afar öflugri sög sem hann fullyrðir að muni sannarlega gagnast honum vel.

Sögin var dýr og Hafnfirðingurinn hugsaði sig um í góðan tíma en sagðist að lokum ætla að slá til.

Rétt fyrir lokun daginn eftir kemur maðurinn aftur í BYKO með sögina með sér.

Hann var ekki hress. Hann finnur afgreiðslumanninn og segir að þessi sög sé algert drasl. Hann hafi aðeins náð að fella eitt tré og það hafi tekið ALLAN DAGINN.

Afgreiðslumaðurinn biður um að fá að skoða vélina og til að athuga hvort allt sé í lagi setur hann sögina í gang.

Hafnfirðingurinn varð mjög hissa þegar vélin fór í gang og spurði forviða: Hvaða hávaði er þetta……………………???!!!!!


Það er alltaf gott að vita...

Það er alltaf gott að fá að vita hvenær maður á að vita að maður veit.

 

Þú veist að það er árið 2008 ef…..

1. Þú ferð í partý og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.


2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.


3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því þeir

eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus .


4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara á takkann á sjónvarpinu.


6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.


7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.


8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.


9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.


10. Þú virkilega leist tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.


11. Svo hlærðu af heimsku þinni.


12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar. EF þú féllst fyrir þessu …


Enn eitt banaslys um helgina.

Keyrði fram hjá staðnum þar sem ungur maður dó í bílslysi og viti menn... kemur ekki einhver ægilegur töffari á stórsvigi á seinna hundraðinu slædandi fram úr hverjum bílnum á fætur öðrum farþegum mínum til mikillar hneykslunar. Náði númerinu á bílnum en á maður að tilkynna svona akstur til lögreglunnar eða hvað...

Hækkum álögur ríkisins á bensín og diesel um helming að minnsta kosti, EF...

Nú kvarta allir um síhækkandi eldsneytisverð. 

Hvernig væri að biðja frekar um raunhæfar nothæfar almenningssamgöngur, rafmagnsbíla og almennilegt net hjóla- og jafnvel reiðstíga.

Hátt verð á bensíni og dieseli þyrfti ekkert að vera alslæmt og við getum nánast ekkert gert til að sporna við því.  Núverandi valkostir sem við höfum til að komast á milli staða eru aftur á móti því miður allt of takmarkaðir en því getum við nokkuð auðveldlega  breytt.

Það sem ríkið ætti að gera núna strax að mínu mati er að niðurgreiða hvern nýskráðan rafmagnsbíl um 10-15%, taka við rekstri almennigssamgangna af sveitarfélögunum eða alla vegana hætta að skattpína þennan rekstur eins og verið hefur með það að markmiði að stórauka þjónustustigið við allan almenning en ekki bara námsmenn eins og verið hefur og hefja þegar í stað undirbúningsvinnu við lagningu hjólreiðastíga. Ég er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að sjá um þessi atriði enda er aðal markmiðið með þessum viðsnúningi að sporna við miklum viðloðandi vöruskiptahalla við útlönd sem mikið hefur verið kvartað yfir undanfarið og er ef ég hef skilið þetta rétt ein af aðalástæðum hávaxtastefnu Seðlabankans. 

 Vonandi verður hátt eldsneytisverð til þess að valkostunum í samgöngumálum verði fjölgað Því þá að lokum skiptir ekki máli þó bensínið er dýrt EF auðveldlega væri hægt að skipta yfir í t.d. rafmagn, hjóla, ríða eða taka almenningsvagn.

Vilji er allt sem þarf sagði einhver einhverntíman. 

Veit einhver hvar ég gæti keypt rafmagnsmótor sem gæti passað sem aukabúnaður fyrir jeppa á 44"? W00t

 

 


Karen=Hríðskotabyssa II

Ok ég var búinn að nefna að vopnvæða allar stúlkur sem heita Karen á norðanverðu landinu en sennilega er það ekki nóg miðað við fréttirnar af fótsporunumFrownFrownFrown.


mbl.is Hálendisbjörn er hugsanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karen=Hríðskotariffill

Það er ekkert mál að leysa þetta ísbjarnarfár. Bara að finna allar stúlkur á norðanverðu landinu sem heita Karen og afhenda þeim hríðskotariffla og biðja þær um að vera sem mest útivið með gripinn LoL LoL LoL ...  Annars er örugglega lítið mál að breyta venjulegum ruslagám með krókheysi-systemi í ísbjarnargildru þannig að hægt sé að svæfa þessi grey án allt of mikillar hættu fyrir viðkomandi aðila.
mbl.is Engin ummerki um ísbirni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vantar að laga gatnamerkingar...

Fékk hraðasekt í seinustu viku.

Taldi mig vera að aka langt undir hámarkshraða en var einungis 15 KM frá því að vera á sviptingarhraða. Það kom í ljós að það er 30 KM hámarkshraði þarna og yfirleitt er maður bara mikið fyrir ef maður keyrir þarna um á innan við 40. Það verður að merkja þessi hættusvæði á miklu meira áberandi hátt...

 

 

ATH... myndin tengist undirrituðum ekki á nokkurn hátt....


Smá misskilningur.

( ( ( drrring ) ) )
( ( ( ( ( ( ( ( ( drrring-g-g-g ) ) ) ) ) ) ) ) )
* * * svarað * * *
“Halló?”
“Hæ, elskan, þetta er pabbi, er mamma þarna?”
“Nei, pabbi, hún er uppi í svefnherbergi með Kalla frænda”
Eftir stutta stund segir pabbi: “En þú átt engan Kalla frænda, elskan!”
” Jú víst, og hann er uppi í herbergi með mömmu núna!”
“Hmm. allt í lagi, gerðu þetta fyrir pabba: Leggðu frá þér símann, bankaðu á svefnherbergisdyrnar og kallaðu til mömmu og Kalla frænda að þú hafir séð bílinn hans pabba koma heim?
“Allt í lagi, pabbi!”
Nokkrum mínútum síðar kemur stúlkan aftur í símann:
“Ég gerði eins og þú sagðir, pabbi”
“Og hvað gerðist?” spyr hann.
“Mamma stökk allsber fram úr rúminu og hljóp öskrandi út úr herberginu en hrasaði í mottunni og datt út um gluggann, hún liggur hreyfingarlaus úti í garði núna. . . .”
” Guð minn góður, hvað með Kalla frænda?”
Hann stökk allsber út úr rúminu og stökk út um gluggann og lenti í sundlauginni. Verst að þú lést tæma hana um helgina til að láta þrífa hana. Hann liggur þar steindauður!”
* * * löng þögn * * *
* * * lengri þögn * * *
Svo segir pabbi,:
“Sundlaug . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Er þetta ekki 597-2773??”


Systir góð...

 

Prestur var að messa fyrir þétt setinni kirkju þegar skrattinn birtist allt í einu. Hann ógnaði og hótaði í allar áttir svo allir í söfnuðinum urðu óttaslegnir og flúðu út úr kirkjunni, nema einn gamall maður.
Þegar kirkjan var orðin tóm þá fór skrattinn til gamla mannsins og spurði:
“Ertu ekki hræddur við mig, ég er illmennskan endurholdguð, hræðilegasta skepnan í öllum heimi og mun mjög líklega pynta þig!”Gamli maðurinn svaraði:
“Þú hræðir mig ekki, ég er búinn að vera giftur systur þinni í 45 ár.”


Það er hægt að lesa ýmislegt út úr innkaupum í stórmörkuðum.

 

Kona nokkur var að versla í stórmarkaði.
Hún var búin að setja 3 lítra af létt mjólk í körfuna ásamt
1 eggjabakka með 10 eggjum, 1/2 lítra af appelsínusafa,
1 höfuð kínakál, kaffipakka og bréfi af beikoni.
Ölvaður maður fyrir aftan hana í röðinni fylgdist með þegar hún raðaði
þessum hlutum á færibandið við kassann. Þegar kassadaman tók til að
lesa strikamerkin inn sagði drukkni maðurinn hæglátlega:
“Þú ert örugglega einhleyp”! Konunni gramdist þessi ummæli drukkna mannsins
en jafnframt fannst henni athugasemdin skondin þar sem það var vissulega rétt,
hún var einhleyp.
Hún virti fyrir sér þessa sex hluti á bandinu og furðaði sig á
hvernig í ósköpunum hann gæti komið með svona fullyrðingu af þessum ósköp venjulegu innkaupum. Forvitnin varð henni um megn svo hún sagði:
” Þetta er vissulega hárrétt hjá þér.
Hvernig í ósköpunum geturðu séð það??” . . .
Drukkni maðurinn svaraði:
Af því að þú ert ljót !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

31 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband