3.11.2008 | 09:52
Athyglisverð forsíða á Fréttablaðinu í dag mánudag.
Getur verið að JÁJ sé að reyna að ná bankanum af DO eins og DO náði bankanum að JÁJ?
Alltaf dettur manni í hug eitthvað samsæri enda þarf ekki mikið hugmyndaflug til þessa dagana. Hverskonar fíflagangur er þetta að vera ekki með fagaðila sem bankastjóra í sjálfum Seðlabanka Íslands?
Hvaða önnur þjóð hefði hleypt fulltrúa Intrum í stöðu Seðlabankastjóra???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 16:51
50 manns á myndinni!!!
Af hverju sögðu þeir ekki bara 50 manns?
Það að um 4-5000 manns mæta á svona mótmælafund og það þrátt fyrir yfirvofandi bláhönd er eitthvað sem karlinn þarf að íhuga.
En ég spyr bara því ég hef ekkert á móti DO persónulega, bara því sem hann segir, það sem hann gerir og það sem hann gerir ekki og þá sem seðlabankastjóri og fv.stjórnmálamaður....Hvernig getur DO sloppið úr prísundinni án þess að missa alveg andlitið?
Mótmæla Davíð Oddssyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2008 | 16:34
Opið bréf til Geirs H. Haarde og co.
Nú þegar ríkið er búið að taka yfir þær gríðarlegu eignir bankakerfisins sem raun ber vitni fer ég fram á það sem kjósandi, skattgreiðandi og Íslenskur ríkisborgari að þessar eignir verði seldar fullu verði þegar um hægist í fjármálakerfi heimsins. Ef það er meiningin að setja þessar gríðarlegu eignir á brunaútsölu og selja þær einhverjum hrægömmum fyrir smáaura og rukka mig og mína síðan um stórfé í formi skatta um ókomin ár mun ég aldrei kjósa x-D aftur og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma í veg fyrir að sjálfstæðisflokkurinn nái einu einasta atkvæði minnsta kosti næstu 150 árin. Hvernig væri að þiggja öll tiltæk lán, yfirtaka eignirnar, borga skuldirnar en selja ekki eignirnar aftur fyrr en fullt verð fæst fyrir þær. Þannig gæti Íslenska þjóðin jafnvel sloppið algjörlega skaðlaus frá þessum ótrúlegu glappaskotum sem Sjálfstæðisflokkurinn ber algjörlega alla ábyrgð á.
Kveðja Björgvin Kristinsson skattgreiðandi.
Afrit send öllum þingmönnum, seðlabankanum og helstu fréttastofum.
Ef þörf þykir get ég útskýrt nákvæmlega hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn ber alla ábyrgð á þessum fjárhagshörmungum landsmanna.
Þeir felldu bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.10.2008 | 21:38
Hryðjuverkaþjóð.
Auðvitað vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2008 | 20:38
Hvað með eldsneytið?
Var það allt tómur misskilningur að eldsneytið væri að verða búið?
Þeir ættu að fá bjartsýnisverðlaun vikunnar að mínu mati
Iceland Express í viðræðum um kaup á þotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2008 | 23:17
Sniðgöngum...
það sem manni dettur fyrst í hug er að sniðganga Breskar vörur. Svo þegar maður spáir aðeins í hlutina þá liggur við að það verði að sniðganga lika vörur seðlabankans okkar.
Frekar súrealísk niðurstaða... sínum samstöðu... sniðgöngum Breskar vörur og skrifum ávísanir.
Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 17:21
Kartöflugarðar?
Veit einhver hvar er hægt að fa leigða kartöflugarða?
(Otrulegt, það voru bara til svarthvitar myndir af kartöflugörðum a google. Er virkilega svona langt siðan...)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2008 | 18:10
Mæli með 100.000 tonna smábátakvóta...
Nú þegar fullt af fyrrverandi fjármálafólki þarf að fá sér alvöru vinnu mæli ég með því að gefinn verði út 100.000 tonna þorskkvóti fyrir smábáta í tengslum við hin nýju neyðarlög ríkisstjórnarinnar...
...enda fæst nú loksins almennilegt verð fyrir útfluttar vörur.
Víðtækar heimildir til inngripa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 11:53
Kreppuleikfimi...
Í fréttatímanum á Stöð tvö í gærkvöldi var verið að tala um marvíslegar afleiðingar sem kreppan hefur á okkur mannfólkið. Ein hugsanlega afleiðingin sem var nefnd var sú að það gætu fæðst óeðlilega margir íslendingar eftir níu mánuði.
Svo þegar ég fór inn á Barnaland.is að kíkja á auglýsingarnar þar rak ég augun í eftirfarandi snilldarpróf og ákvað að deila því með ykkur enda er þetta nokkuð spaugilegt á köflum en samt ótrúlega nálægt sannleikanum....
...og hér kemur lesningin frá Barnaland.is....
Ert þú að velta því fyrir þér hvort þú sért tilbúin(n) til að eignast barn? Þá ættirðu kannski að taka þetta próf fyrst!
Fituprófið
Smurðu hnetusmjöri á sófann og aðeins upp á gardínurnar. Settu nokkrar kjötbollur á bak við sófann og láttu þær vera þar yfir sumarið.
Leikfangaprófið
Náðu í kassa með 25 kílóum af Legó-kubbum. Fáðu vin þinn til að dreifa vel úr kubbunum á gólfið í íbúðinni. Láttu binda fyrir augun á þér. Reyndu svo að fara frá svefnberginu og inn í eldhús og aftur til baka. Það er bannað að vera í skóm og alveg bannað að æpa því það getur vakið barnið um nætur.
Stórmarkaðsprófið
Fáðu lánað eitt dýr af millistærð (t.d. geit) og farðu með hana í næsta stórmarkað að versla. Hafðu auga með geitinni allan tímann og borgaðu fyrir allt sem hún étur eða eyðileggur.
Fataprófið
Hefurðu prófað að klæða tveggja ára gamalt barn í föt? Fáðu þér stóran, lifandi og spriklandi kolkrabba. Troddu honum í lítið innkaupanet og passaðu að hafa alla armana inni í pokanum.
Matarprófið
Keyptu þér stóra plastkönnu. Fylltu hana til hálfs með vatni og hengdu hana svo upp í loftið í snúru. Láttu könnuna sveiflast til og frá eins og pendúl. Reyndu nú að koma einni matskeið af hafragraut niður um stútinn á könnunni um leið og þú leikur flugvél með skeiðinni. Helltu svo öllu innihaldinu á gólfið.
Næturprófið
Saumaðu þér lítinn poka úr sterku efni og fylltu hann með 4-5 kílóum af sandi. Klukkan 15 tekur þú pokann upp og byrjar að ganga um gólf með hann um leið og þú raular. Þessu heldur þú áfram til kl. 21. Leggðu þá pokann frá þér og stilltu vekjaraklukkuna á 22. Þá þarftu að vakna, ná í sandpokann og syngja öll þau lög sem þú hefur mögulega heyrt um ævina. Semdu svo 10-12 ný lög og syngdu þau til kl. 4 um morguninn á meðan þú gengur um gólf með pokann. Stilltu vekjaraklukkuna á 5. Vaknaðu og taktu til morgunmat. Gerðu þetta alltaf 5 daga í röð og líttu glaðlega út!
Sköpunargáfuprófið
Fáðu þér eggjabakka. Búðu til krókódíl úr honum með aðstoð skæra og málningar. Fáðu þér svo tóma klósettrúllu og búðu til fallegt jólaljós úr henni. Þú mátt aðeins nota límband og álpappír. Að lokum skaltu fá þér tóma mjólkurfernu, borðtennisbolta og tóman Kornflakes-pakka. Búðu til alvöru eftirlíkingu af Eiffel-turninum.
Bílprófið
Gleymdu því að fá þér BMW og fáðu þér station-bíl (þið vitið þessi löngu að aftan til að geyma vagna, kerrur og alls konar fylgihluti!) Keyptu þér súkkulaðiís í brauði og settu hann í hanskahólfið. Láttu hann vera þar. Finndu krónu. Settu hana inn í geislaspilarann í bílnum. Fáðu þér stóran pakka af kexkökum og myldu þær allar í aftursætið. Nú er bíllinn tilbúinn!
Þolpróf kvenna
Fáðu lánaðan stóran grjónapúða og festu hann framan á magann á þér. Þú getur notað öryggisnælur og nælt pokanum í fötin þín. Hafðu pokann framan á þér í 9 mánuði. Að þeim tíma liðnum geturðu fjarlægt 1/10 af innihaldi pokans ? 9/10 verða eftir.
Þolpróf karla
Farðu inn í næsta apótek. Settu seðlaveskið þitt opið á borðið og segðu apótekaranum að taka eins og hann vill. Farðu nú í næsta stórmarkað. Farðu inn á skrifstofu og gerðu samning við eigandann um að launin þín verði lögð inn á reikning búðarinnar um hver mánaðamót. Keyptu þér dagblað. Farðu með það heim og lestu það í ró og næði. Í síðasta sinn!
Lokaprófið
Komdu þér í samband við par sem á barn. Útskýrðu fyrir þeim hvernig þau geta bætt sig í agamálum, þolgæðum, þolinmæði, klósettþjálfun og borðsiðum barnsins. Legðu áherslu á að þau megi aldrei láta barnið sitt hlaupa um eftirlitslaust. Njóttu kvöldsins, því þú munt aldrei aftur hafa rétt svör við öllu.
Ert þú tilbúin(n) til að eignast barn?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 11:42
YFIRLÝSING!
Er búinn að skrifa mörg uppköst hvert öðru orðljótara en hef ákveðið að birta ekkert þeirra. Það er víst ekki mitt mál að skipta um Seðlabankastjóra, koma blóðrásinni í lag hjá forsætisráðherra eða stjórna sukkinu hjá fjármálafólkinu. Annaðhvort gerir ríkisstjórnin þetta, viðkomandi aðilar sjálfir eða Bubbi og co eftir tónleikana næstkomandi miðvikudag, sem hefjast klukkan 12 á hádegi á Austurvelli en enda á óákveðnum tíma í anddyrinu á seðlabankanum sama dag. Þetta er ekki eitthvað sem ég ætla að æsa mig yfir lengur. En sjáumst allavegana öll á tónleikunum á miðvikudaginn á Austurvelli klukkan 12.00.
Dabbi Kóngur og Bubbi Kóngur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar