26.9.2008 | 11:27
STÆRSTU KAUPTÆKIFÆRI MANNKYNS- OG RISAEÐLUSÖGUNNAR SAMANLAGT
Nú þessa dagana upplifum við Íslendingar stærstu kauptækifæri mannkyns- og risaeðlusögunnar samanlagt, þökk sé krónunni okkar misskyldu.
Segjum sem svo að þú labbir út í banka núna takir 100 milljóna erlent lán og kaupir hlutabréf í t.d. decode á 40 cent hlutinn.
Decode lifir af fjármálahremmingar heimsins og gengið fer bara varlega áætlað upp í 10 dollara sem er einn sjötti af því sem margir borguðu á sínum tíma.
Krónar réttir úr kútnum og gengið gengur til baka í það sem það var í byrjun árs 2008.
Þú ferð og selur hlutabréfin fyrir 2,5 milljarða og borgar upp erlenda lánið sem er komið niður í 60 milljónir íslenskra króna.
Mismunurinn er 2440 milljónir á kannski 1-2 árum.
Svo náttúrulega er líka til í dæminu að decode fari á hausinn og gengið verði fest við EVRU eða eitthvað og þá ert þú náttúrulega í djúpum sk........
Bloggar | Breytt 29.9.2008 kl. 01:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 20:59
Að nota möguleikana sem við höfum.....
Núna skilst mér að sé umferðarvika og í tilefni af því að ég hef aðeins minnst á flugslys og eins umferðarstíflur ætla ég nú að birta niðurstöður einnar dýrustu rannsóknar Bandaríkjanna á umferðarslysum. Rannsóknin kostaði milljónir bandaríkjadala og niðurstaðan er hverrar krónu virði!!!
...fyrst koma nokkrar myndir af misónýtum ökutækjum en þar fyrir neðan mun ég birta niðurstöðuna...
...nenni ekki að setja fleiri myndir núna en það eru milljónir mynda tiltækar.
...niðurstaðan var frekar einföld en vefst þó fyrir ansi mörgum. ..
"...Ökumenn nota ekki þá möguleika sem augun í höfðinu gefa þeim."
Ég vona bara að þetta hjálpi einhverjum...
Góðar stundir í umferðinni og munið bara að hafa augun opin, þá komast allir heilir heim.
Bloggar | Breytt 29.9.2008 kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.9.2008 | 17:42
Aftur þrjár farþegavélar???
Ég setti um daginn inn blogg tengt flugslysahrinu. En þannig er mál með vöxtum að ég og fleiri höfum tekið eftir því að það er eins og það farist alltaf 3 farþegavélar á stuttum tíma og svo kemur hlé á milli. Samkvæmt þeirri kenningu ættu tvær farþegaþotur að farast í næstu viku áður en hlé verður aftur á þessu. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.
Flugslys í Rússlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.9.2008 | 11:18
Umferðarstíflur...framhald.
Ég hafði rétt fyrir mér með umferðina á morgnanna. Hún stórminnkaði strax eftir 10. en ég veit ekki hvort það sé bensínleysi þeirra blönkustu að þakka eða hvað. Allavegana er það ekki strætó að þakka. Þeir strætóar sem ég sé á háannatímum eru allir hálftómir og galtómir utan háannatíma. Það er eitthvað stórundarlegt með þetta fyrirtæki, ...enda gengur sú kjaftasaga að forstjórinn þar mæti á morgnanna á skrifstofuna sína og loki og læsi og voni svo að dagurinn líði án þess að trúnaðarmennirnir mæti og brjóti hurðina upp. Vagnstjórarnir eiga að vera eitthvað leiðir á að komast ekki á salerni og eins eiga þeir að vera í stórum hópum að hætta nauðsynlegum ólöglegum hraðakstri til að halda áætlun. Enda er ekki hægt að sjá hvaða nauðsyn er á því að halda áætlun með tóma vagna??? En svona eru kjaftasögurnar um strætó þessa dagana. Ég keyri mikið af fyrrverandi strætófarþegum þannig að það er ýmislegt sem maður fær að heyra um þetta fyrirtæki og "leiðakerfislagfæringarnar" hahahaha ....lagfæringar...Leiðakerfiseyðilegging er víst réttara orð. Margir tala um gömlu áttuna og níuna þe. hægri og vinstri hringleið með blik í augum en nú er ekkert svoleiðis. Núna virðast þessir vagnar keyra um í hópum á ólöglegum hraða og ef þeir ná ekki að stoppa fyrir þér þarftu að bíða í minnst hálftíma eftir næsta vagnahópi. Sennilega væri nær að það kæmi vagn á 10 mín fresti sem gæti þá allavegana flutt mann á næstu upphituðu vagnamiðstöð eins og Mjódd eða Hlemm en það virðist ekki vera í boði. þessir vagnar skipta víst um númer reglulega þannig að ef einhver stígur upp í vitlausan vagn tekur 2-3 tíma að leiðrétta mistökin. Frétti af einum öldungi sem þurfti að komast úr efra breiðholti niður í Mjódd til að kaupa í matinn. Hann steig bara upp í næsta vagn sem kom en endaði í vesturbænum í einhverju hringsóli þar og komst ekki heim fyrr en mörgum klukkustundum síðar og aldrei stoppaði vagninn við Mjóddina. Sel þetta ekki dýrar en ég keypti það en manngreyið fór sama dag og keypti sér bíl aftur, enda hafði hann ekki heyrt um ferðaþjónustu aldraðra þegar þetta gerðist. Ætli það séu fleiri með svipaða reynslu af almenningssamgöngum okkar og þessi gamli maður? Og svo aumingja námsmennirnir sem fá frítt í vagnana. Þeir fá yfir sig eftirlitsmenn sem ...liggur við... henda þeim út og gera upptæk kortin ef þeir hafa gleymt persónuskilríkjum heima. Rosalega skemmtilegt og sniðugt til að minnka umferðina á götunum ...var kannski tilgangurinn eitthvað allt annað?
Ætli þetta sé lausnin?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.9.2008 | 19:18
Aldrei samið við ljósmæður???
Sýnist að ef fjármálaráðherra sé eitthvað svipað þenkjandi og heilbrigðisráðherrann okkar núverandi þá geti ljósmæður gleymt öllum launahækkunum. Smellið á slóðina til að sjá vinnubrögð hæstvirts heilbrigðisráðherra og tryggingastofnunar hans http://blogg.visir.is/elladis/2008/09/03/synjungat-veri%c3%b0/
Árangurslaus sáttafundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2008 | 10:25
Umferðarstíflur-Skýring
Hefur einhver tekið eftir því hvað umferðin jókst gríðarlega í gærmorgun og núna í morgun. Ballið byrjaði rétt aðeins í kringum 20. ágúst þegar skólarnir byrjuðu en núna eftir mánaðarmótin fimmfaldaðist bílafjöldinn. Ég þurfti að fara til Hafnarfjarðar í gærmorgun og vera kominn á Lindargötuna í Reyjavík klukkutíma seinna sem ætti að vera leikur einn. Ég lenti í umferðarteppu dauðans á leiðinni í bæinn og þó var klukkan 08.15 þegar ég var á ferðinni. Ég kom hálftíma of seint á Lindargötuna. Í morgun fór ég upp á Kjalarnes og þurfti að vera kominn fyrir klukkan 08.10 á Háteigsveginn. Ég var klukkan 07.20 á Kjalarnesinu en á leiðinni í bæinn var mikil umferð og alveg samfelld röð úr Mosfellsbænum sem gekk hænufetið. Ég var kominn 08.05 á Háteigsveginn en var með áhyggjur af því að ég yrði kominn 07.50 eða eitthvað álíka og þá hefði farþeginn þurft að dúsa allt of lengi fyrir utan hús. Þær áhyggjur reyndust óþarfar.
Skýringin á þessari gríðarlegu umferð er sennilega sú að fullt af allskonar fólki komst loksins út á bensínstöð eftir útborgun þann 1. og keypti smá bensínlögg á bílinn þegar það var búið að borga hluta af síhækkandi reikningum mánaðarins.
Þetta bensín klárast um 10. þessa mánaðar og verður þá aftur greiðfært um götur borgarinnar milli 7.30 og 9.00 á morgnanna.
Ef ég hef rangt fyrir mér erum við í dj... sk....
Myndin tengist ekki höfuðborgarsvæði Íslands.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2008 | 17:23
Alltaf þrjár stórar sem farast?
Hafa fleiri tekið eftir því að það er eins og það farist alltaf 3 farþegavélar á stuttum tíma og svo kemur hlé á milli. Samkvæmt þeirri kenningu ætti ein farþegaþota að farast í næstu viku áður en hlé verður aftur á þessu. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.
71 fórst í flugslysi í Kírgistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.8.2008 | 01:43
Ella Dís... Nú er kominn tími á aðgerðir...
Nú er kominn tími á aðgerðir. Ætla að styrkja litlu flottu Ellu Dís því Hæstvirtur Heilbrigðisráðherrann okkar og Tryggingastofnunin hans virðast draga lappirnar. Skora á þá sem lesa þetta að lesa allt um Ellu Dís og baráttuna hennar við erfiðan sjúkdóm og Tryggingastofnun á slóðinni hér fyrir neðan og láta fé af hendi rakna... Reikningsnúmerið er 525-15-020106 og kennitalan er 020106-3870
Sjá nánar um litlu hetjuna á slóðinni: http://blogg.visir.is/elladis
Bloggar | Breytt 28.8.2008 kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2008 | 18:58
Tók ríkis- og borgarstjórnina mér til fyrirmyndar í vikunni.
Ég hef verið á fullu seinustu daga að gera það sama og ríkis- og borgarstjórnin hefur verið að gera fyrir fólkið í landinu undanfarna daga og hefur það tekið töluvert á. Sennilega hef ég aldrei áður á ævinni gert EKKI NEITT í fimm daga samfleytt...
Myndin hér að ofan tengist á engan hátt því sem ÉG gerði í vikunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2008 | 23:20
Gerði ekkert sérstakt í dag...
...sem er þó frekar sérstakt. Ákvað þó að selja alla bílana mína en eiga þá þó þar til ég hef fundið ákjósanlega kaupendur sem vilja borga ásættanlegt verð.
Þarna á myndinni er Sómi í sólbaði en á þessum degi fyrir ári byrjaði nánast að snjóa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Skumur.blog.is
Tenglar
Mínir tenglar
- TaktuTAXA Leigubílablogg
- Skúmaskot. Ýmislegt til sölu, aðallega þó bílar.
- TOtheAIRPORT Leifsstöðvarleigubílar.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 838
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar