Ég fór í veiðiferð í gær...(sunnudag.)

Skellti mér með Guðmundi í veiðiferð í Djúpavatn og Elliðavatn. Þar sem hann var búinn að lofa að koma með einn fisk til vinkonu sinnar var ekki hætt fyrr en hægt var að uppfylla það loforð. Sjá nánar á meðfylgjandi myndum...

 

agust08 066

Gleymdum að taka myndir af veiðistöðunum en það eru til pappírar yfir þetta...

 

agust08 071agust08 070


Bílafjöldi...

Það var einhver að spyrja mig hvað ég hefði átt marga bíla um ævina...

Sko Fyrsti bíllinn var appelsínugul VW bjalla árgerð 1972 svo kom Escort ´73, bjalla ´72, Escort ´73... ég átti (og á) svolítið oft tvo eins eða svipaða bíla í einu.Shocking

  Svo komu og ekki endilega alveg í þessari röð: Renault 4 ´75, Toyota Hilux ´80, Toyota Tersel ´83, Daihatsu Charmant ´85, Daihatsu Charmant´85, Fíat Panda 4x4 ´84, Fíat Panda 4x4 ´85, Escort ´85, Fíat Uno ´87, Escort ´86, Bens 309 ´85, Toyota Corolla´86, Volvo 345 ´85, Toyota Hilux ´90, Lada Samara ´87...

...svo komu nokkrir bílar sem voru keyrðir beint niður á höfn og seldir til Rússlands: Lada statíon 2-3 stk. , Citroen Axel 1 stk. , Lada 1200,1300,1500, 1600 og Samara 1-3 stk af hverjum

Svo komu Mazda 323´89, Toyota Hilux ´93, Toyota Hiace ´90,  Mazda 323 statíon ´92, Suzuki Fox ´85, Toyota Liteace´89, Daihatsu Charade ´86, MMC Lanser ´90, Izusu Trooper´86, WV carawella ´82, Opel Corsa ´96, Daihatsu Charade´91, VW Caravella ´93, Strumpastrætó (man ekki einu sinni hvaða tegund það varLoL(Subaru ´90???)) ,, Suzuki 4x4´90,  Elantra ´94, Mazda 323 ´86, Elantra ´95, Toyota Hilux´89, Sonata´93, Willys ´85, VW Jetta ´90,  Nissan Primera´96, Toyota Hilux ´96, Cherokee ´89, Bens Station ´90, VW Caravella ´93, VW Transporter ´96, VW Caravella ´94, Volvo 740 ´91,  Toyota touring ´92, Ford Fiesta ´97, Elantra ´96, Passat ´00, Toyota Land Cruiser´85, Willys Overland ´60, Suzuki Vitara ´94, Opel Astra ´97,  Subaru Impresa ´97, Range Rover ´85, Nissan Platrol ´85, Willys Cheeroke Ókind ´75, Hyundai Accent ´98, Peugeot ´99, Toyota 4runner´91,   Skoda Felicia ´01

Er einhver sem getur talið þetta? Ég tel ca. 73, smá vesen með allar Lödurnar sem fóru beint niður á höfn...

Set kannski myndir seinna í kvöld.

Það væri gott að fá leiðréttingu ef einhver rekur augun í eitthvað.

Mótorhjólalistinn er eftirfarandi:
Yamaha MR50 ´79, Honda MB50 ´82, Yamaha MR50´75 sem ég á núna. 

 

Willys Overland ´60Willys Cherokee Ókind ´75Platrol ´85Subaru Impreza ´97

 


Ballerína litla.

Öllum til mikillar furðu var músin í Háagerðinu allt í einu komin í pils. Það er enginn sem þorir að halda á henni þannig að hún hefur greinilega klætt sig upp sjálf.

 

 

agust08 055

Fleiri myndir eru á leiðinni...

 


Dreymdi ísbirni

Dreymdi svakalegan draum um ísbirni í nótt. Þeir voru inni í skóla en ég fyrir utan og ég beið bara eftir að þeir kæmu út. Getur verið að þessir þrír sem sáust en fundust hvergi aftur séu einhversstaðar á skólabekk og bíði spenntir eftir því að nemendurnir mæti aftur eftir sumarfríin?


Veðurblíða í hausinn...

Keyri mikið af eldra fólki í vinnunni sem eru miklir viskubrunnar mörg hver. Nú hafa tvö lýst yfir áhyggjum af því að þessi veðurblíða í sumar gæti nú komið í hausinn á okkur og þá jafnvel í formi eldgosa. Gæti verið eitt á leiðinni út af Reykjanesi?

 

Kort með staðsetningum jarðskjálftahttp://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar/reykjaneshryggur/

 


11.11.´11

Ákvað að breyta fyrirhugaðri dagsetningu. Það er ekkert sniðugt að hafa þetta eins og fasteignamarkaðurinn fyrir 2 árum. Betra að kynnast fyrst...

            

 

Þessi spurningamerki tengjast á engan hátt ofangreindri bloggfærslu heldur öllu fremur því sem þú varst að hugsa.


Breskar konur.

Horfði óvart á Brittanias next top model í gærkvöldi en það eina sem ég hugsaði um var hvað kjarnorkuendurvinnslustöðin þeirra heitir. Mundi það svo áðan. Getur verið að úrgangurinn frá Sellafield hafi svona gífurleg áhrif.... og ég var víst að horfa á fegurðardísirnar þeirraPinch

 

 

 

Myndirnar hér að ofan eru ekki endilega teknar á bretlandi.


N1 út í kuldann.

Ætla að skila N1 bensínkortinu á eftir og snúa mér að öðru olíufélagi. Ákvað þetta eftir að N1 hækkaði algjörlega úr þurru lofti bensínið um 2 krónur í dag. Þið getið verslað við þessa höfðingja en ég ætla að leita annað.

 


08.08.´08

Á eitthvað að fara að gifta sig 08.08.´08? Ekki ég... ekki svo ég viti. Sú rétta er þá allavegana beðin um að gefa sig fram fyrir klukkan 23.30 á föstudaginn.FrownFrownFrown

 


Rosalega góð olíufélög.

Núna þegar heimsmarkaðsverðið á olíu hefur lækkað um 19% á 21 degi þá er æðislegt að fá krónu lækkun hér heima. Wizard

...Ok sennilega hefur verðið lækkað um 9 krónur á þessu tímabili sem gerir um 4-5% lækkun eða er það 0,4% lækkun? Alla vegana tók ég eftir þessari 1 krónu lækkun núna eftir helgina.Bandit

Við eigum þá bara inni 15% lækkun í viðbótJoyful

 

 

Hvað er þetta með almennilega rafmagnsbíla? Eftir hverju er verið að bíða?Woundering


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skumur.blog.is

Höfundur

Björgvin Kristinsson
Björgvin Kristinsson

Skrifin á þessari síðu eru ekkert endilega lýsandi fyrir skoðun undirritaðs, allt eins gæti verið um að ræða drög að nýrri vísindaskáldsögu. Tilheyri enda hægri grænum sem eru ekki til í alvörunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Ætti að sæma ríkisstjórnina fálkaorðu fyrir góð störf í þágu lands og þjóðar?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 838

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband